Freyr - 01.01.1955, Page 69
Brezkir hrossaræktarmenn kvaddir eftir stutta dvöl á íslandi, sumarið 1953.
ákveðnar skiptingar fengitímans, sem mið-
aðar væru við gangmál hryssanna.
2. Stóðeigendur vildu ekki halda hryss-
um heima langt fram á vor, og létu því
unga fola og óvalda fylgja þeim til afréttar.
Var þá öll skipuleg ræktun úr sögunni.
3. Félögin lentu oft í fjárþröng vegna
hestakaupa og girðinga, og reyndist sá
þáttur oft torleystur. Þegar Gunnar
Bjarnason hafði tekið ráðunautsstarfið,
vaknaði hjá honum áhugi fyrir samhjálp
hrossaræktar og hestamannafélaga í þágu
þessara mála. Til þess tíma höfðu sunn-
Ienzkir bændur sýnt mestan áhuga í þessu
efni, enda stofnuðu þeir fyrsta samband
hrossaræktarfélaga hérlendis, á Selfossi
vorið 1949. Urðu þá hin gömlu hrossa-
ræktarfélög deildir sambandsins. Lagði
hvert þeirra fram kr. 4000,00, sem stofnfé
til sambandsins. Næsta hrossaræktarsam-
bandið stofnuðu Borgfirðingar og Mýra-
menn 1954, sem deild innan Búnaðarsam-
bands héraðsins. Enn er þeim málum ekki
lengra komið.
Þegar Alþjóðasamband smáhestafram-
leiðenda (I.P.B.F.) var stofnað í Köln í
febr. 1951, gerðist ísland meðlimur þess,
enda hefur Gunnar Bjarnason, ráðunaut-
ur verið einn af helztu baráttumönnum
fyrir stofnun þess, og í stjórn þess frá önd-
verðu. ísland hefur og sótt þau tvö þing,
sem I.P.B.F. hefur haldið, þ.e. í Edinborg
1953 og Arnheim í Hollandi 1954. Enn er
of snemmt að segja nokkuð um þessa fé-
lagsstarfsemi.
Til glöggvunar skal hér sýnt með yfirliti,
hvernig félagsmálakerfi hrossaraaktarinn-
ar er byggt nú:
RÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS:
Hrossarœktardeild. Verkefni hennar:
a) leiðbeiningar,
b) stjórn kynbótamála,
c) val stóðhesta,
d) fœrsla œttbókar,
e) hrossasýningar,
f) leit að mörkuðum.
I. Landssamband hestamanna-
félaga (L.H.)
17 hestamannafélög.
Verkefni:
FREYR
fimmtíu ára
59