Freyr - 01.01.1955, Side 84
Blesi frá Sauðárkróki. Af Svaðastaðastofni.
Ættbók íslenzkra hrossa.
Arið 1920 hóf Theódór Arnbjörnsson und-
irbúning að færslu ættbókar og hélt því
starfi til æviloka. Gunnar Bjarnason hefur
haldið því áfram til þessa og nú er það
mikla verk komið það áleiðis, að vænta má
að handrit hennar verði fullbúið á árinu
1955.
Framleiðsla og markaðir.
Hrossasala til Englands hófst um miðja 19.
öld. Þar voru þau notuð í kolanámum.
Um s.l. aldamót fóru þau einnig að flytj-
ast til Danmerkur. Þessi markaður varð
aldrei tryggur, enda misjafn frá ári til árs.
Hæst mun hann hafa náð árið 1899, en þá
voru flutt út um 6000 hross. Fyrstu 25 ár
aldarinnar voru flutt út 3—5 þús. hross
árlega og verðið oft mjög hagstætt. Alls
munu hafa selzt á erlendan markað 1850—
1950 um 160.000 hross.
Meðan, erlendur markaður hélzt, var
mjög lítil hrossaslátrun. Þetta breyttist
mjög, þegar fyrir hann tók að mestu, og
um kjötmarkað rýmdist vegna fjárpest-
anna. Arið 1947 voru þó seld til Póllands
um 1150 hross, og 1948 um 470 hross. Má
þá segja að upp sé talið það, sem truflað
hefur hrossakjötsmarkaðinn s.l. áratug.
Búnaðarfélag Islands hefur síðan um
aldamót unnið stöðugt að öflun markaða
fyrir íslenzka hestinn meðal grannþjóða
vorra og enda oft seilzt lengra.
Eftir því sem lengra hefur liðið, hafa
vonir þær, sem vakað hafa, lækkað, enda
sama sagan að gerast meðal grannþjóða
vorra, og hér gerist. Hesturinn víkur úr
sæti fyrir olíuknúnum aflgjöfum, gegn þeim
broddum verður ekki spyrnt. Hvert sú
þróun kemst, verður ekki fullyrt nú.
Lokaorð.
Framanskráðir þættir sýna, að drjúgum
hefur þokast fram um hrossaræktina á
s. 1. 50 árum. Þótt flestir kysu rýmri skref,
megum vér vera þakklátir fyrir það sem
unnizt hefur. Stofninn er tvímælalaust í
framför. Um aldamót mun meðalstærð
hrossa hafa verið um 134 cm. Nú munu
þau um 140 cm (138—144 cm) og er vafa-
mál hvort rétt sé að stefna hærra. Fótalýt-
urn og fótaveilum hefur fækkað til muna.
Við höfum nú í landinu samræmdari og
haustari hrossastofn en áður en ræktunar-
starfið hófst. Þrátt fyrir allt stefnum við
nú að því að rækta íslenzka hestinn eftir
íslenzkum kröfum, og fyrir íslenzka stað-
hætti, þ. e. íslenzkan hest fyrir ísland.
74
fimmtíu ára
FREYR