Freyr - 01.01.1955, Page 92
Sauðfé Guðna var mjög smekklegt að vall-
arsýn, og margir einstaklingar afburða
fagrir og kostamiklir, og mótuðu að miklu
fjárstofn sýslunnar á nefndu tímabili.
Kaupfélag Þingeyínga.
I full 25 ár var megin gjaldmiðill félags-
ins sauðir, sem fluttir voru lifandi til Bret-
lands á hverju hausti. Þeir voru metnir til
verðs eftir lifandi þunga, og þeirri reglu
fylgt, eftir 1890, að bæta 50% við þann
þunga, sem var umfram 50 kg. 60 kg sauð-
ur var verðreiknaður 65 kg. 70 kg sauður
verðreiknaður 80 kg, og eftir samsvarandi
reglu kom til frádráttar á þeim sauðum,
sem vigtuðu undir 50 kg. Þessi mikli verð-
lagsmunur sauðanna hafði í för með sér,
að bændum hljóp kapp í kinn að eiga sem
þyngst fé, og með fyrirmælum og reglum
K. Þ. gagnvart sauðasölunni, breyttist
uppeldi og meðferð sauðfjár í sýslunni til
mikilla bóta, og áhugi fyrir kynbótum óx
og varð almennari. Dæmi má tilfæra, sein
sýnir þróun á vænleika útflutningssauð-
anna. Arið 1884 var meðalvigt allra 2ja
vetra útflutningssauða 56 kg, og vetur-
gamalla sauða 46,8, en árið 1913 var með-
alvigt allra útflutningssauða 2ja vetra 68,7
kg, og veturgámalla 59,6. Á þessu 30 ára
tímabili óx meðalþungi sauðanna um ca
12,5 kg, sem að mestu var afurðaauki. Það
voru verzlunarhættir og verðlagning út-
flutningssauðanna, sem var undirrót að
kapphlaupi bænda á þessum árum, um
það, að eignazt sem stærst og þyngst fé
á fæti, jafnvel hvernig sem það var skap-
að, en minna var hirt um vaxtarsamræmi
og söfnunarhæfni.
Fjárræktarfélag
Suffur-Þingeyinga.
Félag þetta var hlutafélag, stofnað
1898. Helzti hvatamaður að stofnun þess
mun hafa verið formaður Kaupfélags
Þingeyinga, Pétur Jónsson, Gautlöndum,
og var hann formaður félagsins fyrstu
starfsár þess. Tveim mönnum var falið að
velja og kaupa fé til búsins, þeim Jakobi
Ilálfdánarsyni í Húsavík, og Sören Jóns-
syni frá Arndísarstöðum. Féð var allt
keypt í lágsveitum sýslunnar og valið úr
rýrðinni. Þeir reyttu saman 1—2 ær á bæ
allt inn til Höfðahverfis, þær stærstu og
þyngstu, sem fáanlegar voru, en með nokk-
uð tvístruðu kynbragði. Bú þetta var stað-
sett að Ilalldórsstöðum í Reykjadal. Fyrsti
hirðir þess í 8 ár var Sigfús Jónsson, — áð-
ur bóndi að Bjarnastöðum — ágætur fjár-
82
fimmtíu ára
FREYR