Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 93
hirðir. í>arnæst Sigurjón Friðjónsson, sem
þá var einnig form. félagsins, og síðast
Jón Sigfússon að Halldórsstöðum.
Haustið 1908, þegar bú þetta hafði ver-
ið rekið í 10 ár, var meðalvigt á búinu
þessi: 40 ær fullorðnar 65,5 kg, 10 ær vetur-
gamlar 61,5 kg og 30 dilkar 44,5 kg. Fyrstu
6 árin seldi búið allmarga undaneldishrúta,
en mikið minna síðari árin. Þegar félagið
hafði starfað í 20 ár, leystist það upp og
búið um leið. Fagurt, fast kynbragð öðlað-
ist fjárstofn þessi ekki og fór það að von-
um. Byrjunarstofninn var sundurleitur,
tíminn stuttur, en kynbótastarfið langsótt,
þrír hirðar, sinn með hvert sjónarmið eða
stefnumið og búið lítið, úr fáu að velja.
Eigi að síður gerði þessi félagsstarfsemi
mikið gagn, einkanlega óbeint. í grennd
við kynbótabúið vaknaði mikill áhugi
bænda á sauðfjárræktinni og búið eignað-
ist marga keppinauta, sem hver um sig
vildi og þóttist eiga bezta féð, sem í öllu
falli tæki fram kynbótafé félagsbúsins. En
þeir, sem mest fjölluðu um það bú, munu
að lokum hafa komizt að raun um það, að
mikil stærð og lifandi þungi er ekki ætíð
einhlítur kostur kindarinnar.
Arið 1907 fól félag þetta mér, sem þetta
ritar, að velja og kaupa stofn —- 20 kind-
ur — af Kleifafé í Bæjarhreppi í Stranda-
sýslu. Gerði bú félagsins tilraun með hann
í nokkur ár, undir handleiðslu Sigurjóns
Friðjónssonar.
Kleifaféð var nokkuð frábrugðið hinu
þingeyska, kollótt, með grófari ull og tog-
meiri, kviðminna og þunnvaxnara en hið
þingeyska, en það hafði betra bak, beint,
sterkt og holdmeira. Samanburðartilraun-
in leiddi í ljós, að Kleifaféð gat ekki keppt
við þingeyska féð um lifandi þunga, og
dugði því lakar sem útflutningsfé, eftir
þeim vigtarreglum, sem í gildi voru, en
Jón i Möðrudal og Kóngur.
það hafði þó betri afurðahlutföll, einkan-
lega kjöt og gæru.
Helluvaðsfé.
Við æfilok Guðna í Brenniási 1916 voru
ýmsir farnir að líta hýru auga fjárstofn
Sigurgeirs Jónssonar á Helluvaði, og má
segja, að Helluvaðsféð taki við af Brenni-
ásfénu, sem eftirsóttasta kynbótafé sýsl-
unnar, eftir 1915, en byrjaður var Sigur-
geir nokkru fyrr að selja undaneldishrúta.
Helluvað var ekki talin mikil kostajörð.
Henni tilheyrir þó mikið og gott heiðar-
land, en vetrarríki er oftast mikið þar.
Upphaflegi fjárstofn Sigurgeirs var ó-
valið fé, eins og það gerðist almennt. Hann
keypti fyrst hrút utansveitar 1914, af stofni
Guðna í Brenniási, og nokkru síðar ann-
an undan Tungu-Sóley, sem var fræg ær á
sinni tíð, af Brenniásstofni, eign Sveins
Pálssonar í Stórutungu. A síðari búskapar-
árum Sigurgeirs, komst hann ekki hjá all-
náinni skyldleikarækt, því umhverfis hann
voru allsstaðar hrútar af hans kyni.
Reynslan af því varð sú, að féð smækkaði
FREYR
fimmtíu ára
83