Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 94
Sigurgeir Jór.sson Helluvaði.
nokkuð, en engir áberandi gallar gerðu þó
vart við sig. Sigurgeir einblíndi aldrei á
inikla stærð kinda, en lagði áherzlu á sam-
ræmisvöxt, jafna holdsöfnun ásamt fögru
útliti. Litarháttur fjárkyns hans var lík-
ur þeim, sem var á Brenniásfénu, en fjár-
kyn Sigurgeirs hafði dýpri kropp, rneiri
söfnunarhæfni og meiri ull, sem klæddi
prýðilega. Jafnhliða því að kynbæta holda-
söfnunarféð, lagði Sigurgeir stund á það, að
ala upp forustufé, sem reyndist margt á-
gætlega, og fór víða, þótt meiri eftirspurn
væri á holdsöfnunarkyninu, bæði innan
sýslu og utan. Hann mun hafa selt um
30 ára skeið kynbótahrúta, sem skiptu
hundruðum samtals. Hann ól upp og átti
hrútinn Frey, sem var sú kostamesta kind,
er ég hafði augum litið, fyrir 1940, hér á
landi. Þessi ágæta kind fórst fjögurra
vetra að aldri, en þá var búið að selja
undan honum 44 undaneldishrúta. Mesta
kroppþyngd hrúta taldi Sigurgeir að hcfði
verið hjá sér 57 og 58,5 kg. Búnaðarþing
1941 heiðraði Sigurgeir á ILelIuvaði með
því að veita honum kr. 2000.00 í verðlaun
fyrir framúrskarandi árangur af ævilöngu
fjárræktarstarfi og snilldar fjármennsku.
Einblendingsrækt.
Dilkarnir komu í stað sauðanna þegar
fráfærur hættu, sem megin gjaldmiðill
bænda. Félagið byggði sláturhús 1907, og
saltkjötssala hófst innanlands og til Norð-
urlanda, og hélzt við fram um 1931, en þá
tók við sala á frystum dilkakroppum til
Bretlands. Frá þeim markaði komu fram
nýjar kröfur um ákveðið kropplag og
holdasöfnun, sem á þótti skorta að dilkar
héðan fullnægðu. Þeir voru taldir of hohl-
rýrir á baki og lærum og fitan ekki nógu
jafndreifð um yfirborð fallsins, nýrmör of
mikill og yfirborðsfita á bringu og síðum
meiri en skyldi, en ekki næg á baki, möl-
um og lærum.
Ég hafði tvívegis dvalið nokkuð í Bret-
landi, og síðast 1909, og kynnt mér nokk-
uð einblendingsrækt (Crossbreeding) milli
fjalllendiskynja Svarthöfða og- Cheviot-
kynja annars vegar, og Border-Leicester-
Oxford- og Suffolkkynja hins vegar. —
Sú von þróaðist hjá mér, að við mundum
geta bætt dilkakjötsframleiðsluna, og tak-
ast rnætti að draga arð af samskonar
Græðir frá Helluvaði.
84
fimmtíu ára
F R E Y R