Freyr - 01.01.1955, Page 96
Border Leicester ær.
félags íslands, á sauðfjársýningum á haust-
in um 10 ára skeið, ferðaðist um allt
landið á vetrum, og leiðbeindi bændum um
val líffjár og beztu hirðingarhætti og
húsabætur fyrir sauðfé. Þótti starf hans
bera ágætan árangur. Hann kom á hrúta-
sýningum um landið allt, sem Bf. Islands
gekkst fyrir, og hafa síðan verið haldnar
reglubundið. Hann hvatti bændur hvar-
vetna til þess að þrifa fé sitt með böðun, og
koma sér upp sundbaðkerjum eftir skozkum
fyrirmyndum. Jón hóf búskap á Laxamýri
árið 1928, og tók þar við staðvöndum
fjárstofni, sem hann kynbætti eftir megni,
og fyrir 1940 var hann búinn að selja all-
margt af undaneldishrútum innan sýslu og
utan.
Hreinræktaður stofn af þessu fé lifir enn
á fjárræktarbúinu á Svanshóli í Stranda-
sýslu.
Eftir fjárskiptin fékk Jón á Laxamýri
kindur frá Efri-Hólum og Katastöðum í
Núpasveit, og hefur síðan unnið að ræktun
þess stofns með góðum árangri, og hefur á
síðustu árum selt nokkra kynbótahrúta.
Búnaðarþing 1949 sýndi Jóni á Laxa-
mýri viðurkenningu fyrir starf hans í þágn
sauðfjárræktarinnar, með því að veita hon-
um nokkurn styrk árlega, meðan hann
stundaði sauðfjárrækt á Laxamýri, til þess
að rækta þar kynbótafé.
Kynbótabúið á Grænavatní.
Páll Jónsson á Grænavatni lagði mikla
alúð við kynbætur sauðfjár, og árið 1937
viðurkenndi Búnaðarfélag Islands sauð-
fjárbú hans, sem kynbótabú, er skyldi
njóta styrks úr ríkissjóði samkvæmt bú-
f j árræktarlögum.
Slík bú voru þá 8 tals á landinu. Fé Páls
var að miklu leyti kynjað frá Sigurgeiri
bróður hans á Helluvaði, og svipað að út-
86
fimmtíu ára
FREYR