Freyr - 01.01.1955, Side 97
liti og kostum. Páll hafði fullar 100 ær á
búi þessu, sem voru afburða föngulegar og
jafnvænar, enda ríkulega fóðraðar, og hirt-
ar með mikilli snyrtimennsku. Haustið 1939
var meðalþungi ánna 74,6 kg, og í apríl-
mánuði vorið eftir 80,7 kg. Haustið 1940
var meðalþungi lamba 40,6 kg, en meðal-
þungi lamba pr. á 60,9 kg.
Páll seldi marga lambhrúta til kyn-
bóta innanhéraðs og utan. Hinir dýrmætu
eiginleikar Grænavatnsfjárins, og þar með
Helluvaðskynstofnsins, varðveitast enn í
hinum landskunna fjárstofni fjárræktarfé-
lagsins Þistils í Svalbarðshreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu, því þangað seldi Páll 3
hrúta, sem notaðir voru þar mikið til
undaneldis.
Vænstu lambhrútar á Laxamýri 1953.
Páll Jónsson
Grænavatni.
llíkissjóður veitti kynbótabúum þessum
þrenn verðlaun í 4 flokkum, og hlaut
Grænavatnsbúið þetta ár þrenn I. verð-
laun:
a) Fyrir vænst og afurðamest fé,
b) fyrir mestan nettóarð af á, og
c) fyrir bezta fóðrun, en fyrir
d) mestan fallþunga, miðað við þunga
á fæti, (kjötprócentur) hlaut búið
engin verðlaun.
Nokkrir fjárræktarmenn.
Á þessu 100 ára tímabili eru það 3
bændur, sem ber hæst, hafa skarað fram
úr á sviði fjárræktarinnar, hver á eftir
öðrum, þeir Jón Illugason, Guðni Sigurðs-
son og Sigurgeir Jónsson. En margir fleiri
bændur í sýslunni hafa verið athyglisverðir
fjármenn og átt góða stofna og stundað
kynbætur, og skulu hér nefndir nokkrir,
svo sem synir Jóns Illugasonar, þeir Sig-
urgeir á Sveinströnd, Jónas á Lundar-
brekku og Sigurður í Baldursheimi og
sonarsonur Jón Jónsson á Sigurðarstöðum.
Þar næst synir Guðna Sigurðssonar:
Tryggvi í Víðikeri, Sigurgeir á Jarlsstöð-
um og Ilelgi á Kálfborgará. Ennfremur
Páll Jónsson Stóruvöllum, Sveinn Pálsson
Stórutungu, Arni Jónsson Þverá, Páll
87
FREYR
fimmtíu ára