Freyr - 01.01.1955, Síða 98
Spakur frá Grænavatni.
Jónsson Stafni, Jón Marteinsson Bjarna-
stöðum, Róbert Bárðdal Hallgilsstöðum,
Bjarni Arason Grýtubakka. Helgi Laxdal
Tungu, Kristján Sigurðsson Halldórsstöð-
um Kinn, Sigfús Jónsson Halldórsstöðum
Reykjad., Sigurður Baldvinsson Garði,
Kristján Jónsson Mýlaugsstöðum, Harald-
ur Illugason Heiðarseli, séra Ásmundur
Gíslason Hálsi og margir fleiri hafa lagt
stund á kynbætur sauðfjár, því segja má
að það hafi hver bóndi gert, sem verið
hefur félagsmaður í K. Þ. frá stofnun þess.
Kaupfélag Þingeyinga hefur jafnan lagt
áherzlu á vöruvöndun og hagað verðlags-
reglum þannig, að það hefur verið hags-
muna- og metnaðarmál hvers bónda að
framleiða það bezta.
Árangur kynbótastarfseminnar.
I styttra máli en vert væri, skal hér
reynt að gera grein fyrir þróuninni á þessu
tiltekna tímabili.
Litarháttur á fé Jóns Illugasonar sigraði
sem sé gult fé í andliti og á fótum með
hvíta ull, önnur litarafbrigði frá 1840 horf-
in. Einlitt dökkt fé hefur jafnan verið til,
en í smáum stíl hjá hverjum bónda. Flekk-
ótt, og á annan hátt mislitt, hefur haldizt
við í forustukyninu.
Þess er áður getið, að útflutningssauðir
K. Þ. vigtuðu til jafnaðar 12,5 kg. meira
1907, en 1882, þó hafði veturgömlum sauð-
um fjölgað mikið, 2ja vetra sauðum fækk-
að að sama skapi, og 3ja vetra sauðir horfn-
ir alveg. Ef borin er saman haustvigt ánna
á Stóruvöllum árið 1881—82, og haustvigt
ánna á kynbótabúinu á Grænavatni 1939,
tæpurn 60 árum síðar, þá kemur i Ijós, að
Grænavatnsærnar eru 30 kg. þyngri að
meðaltali. Við þetta er það að athuga, að
Grænavatnsærnar hafa verið eitthvað
vænni en algengast var. En taka má meðal
þunga ánna á Fjárræktarbúi Þingeyinga
1908, sem var þá 64,7 kg., þá voru þær 10
kg. léttari, þótt stórar væru, en Græna-
vatnsærnar, fullum 30 árum seinna.
Ullarbætur byrja með innflutningi Jök-
uldalskynsins að Grænavatni, og kynbót-
um Jóns Illugasonar. A þessu tímabili
hvarf smátt og smátt Ianga og grófa togið,
en í þess stað kom stutt, hrokkið og fínna
tog, og undir lok þessa tímabils var sýni-
legt, að togið var að hverfa í einstökum
stofnum, og þelvöxtur kom í staðinn, að
vísu grófara en það dúnmjúka þel, sem
fylgdi grófa toginu um 1840. Þetta stefndi
í rétta átt, því tvenns konar ull (tog og
þel) á illa saman í öllum tóskap. Þessar
umbætur á ullarvexti stöfuðu af stórbættri
fóðrun og allri hirðingu, síðari helming
88
fimmtíu ára
FREYR