Freyr - 01.01.1955, Síða 104
Svona munu hrútar almennt hafa verið, áður en
en kynbætur hófust.
ar „framtímgun“. Magnús sagði að hver
maður gæti bætt sitt eigið fjárkyn með því
að velja úr fénu þrifa- og mjólkurærnar til
undaneldis af hraustu og hörðu kyni, happa-
góðar til tímgunar, því óhöpp telur hann
ættgeng, sem aðra ókosti. Hrúta skyldi
velja undan beztu ánum og fóðra þá vel.
Líkur benda til að Magnús hafi skyld-
leikaræktað fé sitt og komið sér á þann
hátt upp góðum fjárstofni. Hann segir að
sex ær, sem nota eigi til undaneldis (kyn-
bóta), þurfi kýrfóður af heyi frá veturnótt-
um til krossmessu, enda mjólki þá engin
kýr á móti þeim.
A fyrri hluta 19. aldar var fengist við
kynbætur sauðfjár í Múlasýslum með úr-
vali. Var einkum stefnt að því að auka fit-
una. Guttormur Pálsson (1775—1860) pró-
fastur, segir í „Lýsing Austfjarða“, að tek-
ist hafi að breyta hábeinóttu og rennilegu
fé í lágfætt og digurt fé með breiða, sívala
bringu. Með kynbótum þessum tókst og
að auka mörinn í sauðum úr 5—7 kg. í 8—
15 kg., en þá var mikil áherzla lögð á mör-
söfnun geldfjár, því verð var hátt á tólg á
19. öldinni. I áframhaldi af þessum kyn-
bótum komu fram kynstofnar, sem kennd-
ir voru við sveitir eða bæi, s. s. Jökuldals-
fé, Fjallafé, Eiríksstaðafé, Möðrudalsfé o.
fl. Af Jökuldal var flutt fé til kynbóta inn
í Suður-Þingeyjarsýslu, einkum Mývatns-
sveit, og út af því tókst að rækta fjárstofna,
sem höfðu orð á sér til kynbóta um marga
áratugi s. s. Baldursheimsfé, Brenniásfé,
Helluvaðsfé o. fl. Fjöldi kynbótahrúta voru
seldir frá öllum þessum fjárbúum, fyrst og
Kvíaból.
Fráfærur lögðusi nið-
ur að mestu á árun-
um 1907—1915, en á
stöku stað var fært
frá fram um 1940.
94
fimmtíu ára
FREYR