Freyr - 01.01.1955, Síða 107
Hrútar Guðm. Guðmundssonar,
Núpstúni, af Ólafsdalsstofni. Torfi,
lengst til vinstri, var fyrsti hrút-
urinn, sem hlaut heiðursverð-
launaskjöldinn 1934, sem bezti
hrútur í Hrunamannahreppi,
fæddur í sveitinni.
Þegar Hastfer hafði stofnsett búið á
Elliðavatni fór hann utan, en kom aftur
1760 með nokkra spænska hrúta, en með
þeim er talið að fjárkláðinn fyrri hafi kom-
ið. Þetta varð skæður faraldur, svo sem
kunnugt er og varð sauðfjárræktinni í land-
inu til stórhnekkis. Farið var að selja kyn-
bótafé frá búinu á Elliðavatni og reyndust
kynblendingar af því allvel, gáfu mikla ull,
nær því eins fíngerða og af útlendu fé.
Kláðafaraldurinn eyðilagði tilraunir Hast-
fers og var búið fljótlega lagt niður.
Um sama leyti flutti Bogi Bcnediktsson,
eldri, á Staðarfelli, inn spænskt sauðfé, en
Þorvaldur Thoroddsen telur að það hafi
verið skorið niður vegna fjárkláðans og hafi
því ekki getað haft áhrif. Kemur það að
vísu ekki heirn við það, sem ýmsir aðrir
álíta um Kleifaféð eins og áður er getið, en
verðúr ekki frekar rætt hér.
A fyrsta fjórðungi 10. aldar gerði Magnús
Stephensen allmiklar tilraunir til kynbóta
nreð erlendu fé. Árið 1809 keypti hann í
Björgvin spænskan hrút og enska á og flutti
heim. Árið 1816 fékk hann aftur spænskan
hrút (Merino) og ær af sama kyni og hélt
áfram kynbótum. Sagt er að Magnús hafi
gefið ýmsum á Vesturlandi, Norðurlandi
og í Borgarfirði, kindur af þessu kyni. Talið
er að kynbætur Magnúsar hafi gefizt vel
hjá honum sjálfum, en miður hjá þeim,
sem héldu þeim áfram.
Tilraunir Magnúsar með Merinoféð virð-
ast hafa leitt til þess, að í nokkur skipti
á fyrri hluta 19. aldar var flutt inn fé af
þessu kyni, einkum til Vesturlands.
í sóknarlýsingu Helgafellssóknar 1842
(hdrs. Bókm. fél.) segir svo:
„Th. Sivertsen í Hrappsey er nýbúinn að fá
spænskan hrút og á, vænta margir að fá frá hon-
um hrúta. Sums staðar víðar eru kindur af
spænsku tagi, er meiri ull af þeim, þéttari og tog-
minni og ærnar fullt svo góðar til mjólkur. Sauð-
ir allt eins góðir þó spænskrar ættar séu. en fall-
egast og notabezt er það, sem kallað er 'A
spænskt fé, því það þolir eins vel, ef ekki betur,
útigang og loftslag sem íslenzkt".
Árið 1855 voru fluttar inn 3 kindur af
spænsku kyni (Merino, Infantados stofn)
er fóru að Svignaskarði í Borgarfirði. Sama
ár komu til landsins 4 ensk lömb, sem áttu
að fara að Hraungerði í Flóa, en var fyrst
97
PRE YR
fimmtíu ára