Freyr - 01.01.1955, Page 112
Hreinræktaður hrútur
af Cheviot kyni.
Bændur þar stofnuðu fjárræktarfélag 1855.
Starfaði það í 6 ár. Árið 1881 var stofnað
fjárbótafélag Lundarbrekkusóknar. Um
svipað leyti voru stofnuð sauðfjárræktar-
félög í Skagafirði (1880) og Gnúpverja-
hreppi (1888). Árið 1897 var fjárræktarfé-
lag Suður-Þingeyinga stofnað. Það starf-
aði um 20 ár. Hallgrímur Þorbergsson seg-
ir frá starfsemi fjárræktarfélaganna í Suður-
Þingeyjarsýslu, en um félögin í Skagafirði
og Gnúpverjahreppi eru ekki tiltækar heim-
ildir, og munu þau fljótlega hafa lagst niður.
Fjárræktarfélag Leirár- og Melasveitar var
stofnað 1915. Félagið keypti 3 kynbóta-
hrúta norðan úr Þingeyjarsýslu í byrjun.
Mun það hafa starfað fram undir 1930.
Sennilega hafa fleiri fjárræktarfélög verið
stofnuð á þessu tímabili, þótt litlar sögur
hafi farið af þeim. Sum félaganna, þau, sem
lengi störfuðu, munu hafa gert nokkurt
gagn, og öll hafa þau orðið bændum til
meiri eða minni vakningar í þessum málum.
Sauðfjárkynbótabú.
Eftir að Guðjón Guðmundsson fór að
starfa hjá Búnaðarfélagi Islands (1902)
lagði hann eindregið til að einstakir bænd-
ur rækju kynbótabú, sem þeir ættu sjálfir.
Mun hann hafa gert ráð fyrir að eitt slíkt
bú yrði starfandi í hverri sýslu. Kom þetta
fljótt til framkvæmda, því 1902 taka tvö
þau fyrstu til starfa. Búnaðarfélag ís-
lands veitti styrk, er nam kr. 200,00 á ári
á hvert bú, gegn kr. 100,00 annars staðar
frá (sýslu eða hreppi), með því að uppfyllt
yrðu eftirtalin skilyrði:
1. Að búið leggi stund á að framleiða
holdafé.
2. Að það hafi minnst 30 kynbótaær.
3. Að það selji árlega á uppboði það fé,
sem búið má án vera.
4. Að það haldi ættarbækur, vigtar- og
fóðurskýrslur.
Hér á eftir eru kynbótabúin talin í röð
eftir því, hvar og hvenær, þau voru stofnuð
102
fimmtíu ára
FREYR