Freyr - 01.01.1955, Side 114
Veturga;nlar ær, illa byggðar eins og gerðist
áður en kynbótastarfsemi hófst
einkum þau, 8em ien"st hafa verið rekin,
hafa gert allmikið gagn. Auk þess, að á
sumum þeirra hefur tekizt að rækta úrvals-
fé, sem selt hefur verið til kynbóta, hafa
þau aukið áhuga margra fyrir fjárræktinni
og leitt til keppni um bætta fóðrun, með-
.ferð og auknar afurðir af sauðfénu. Það
eitt, hversu lífseig sum kynbótabúanna
hafa reynzt, bendir til þess að slíkt form
hafi verið og geti enn á ýmsan hátt verið
hagkvæmt til umbóta á sauðfjárræktinni.
(Samanber skýrslur núverandi og fyrrver-
andi ráðunauta B. I. í Búnaðaritinu um
starfsemi sauðfjárkynbótabúanna.).
Arið 1948 var stofnað tilraunabú í sauð-
fjárrækt að Hesti í Borgarfirði á vegum
Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskól-
ans, samkvæmt lögum frá 1940, um tilraun-
ir og rannsóknir í þágu landbúnaðarins.
Búið er ríkiseign og ber að vinna að hvers
konar kynbóta- og fóðrunartilraunum í
sauðfjárrækt. Hestbúið varð að skipta um
fjárstofn við fjárskiptin eins og mörg sauð-
fjárkynbótabúin, sem eru í einkaeign og
nefnd voru hér að framan. Sérfræðingur
búnaðardeildarinnar í búfjárrækt, Halldór
Pálsson, stjórnar tilraunastarfsemi búsins,
en tilraunaráð búfjárræktar semur áætl-
anir um starfsemi þess. Þegar hefur fjöldi
kynbótahrúta verið seldur frá búinu.
Búf jársýningar.
Veigamikill þáttur í umbótum allrar bú-
jieningsræktar eru sýningar og leiðbein-
ingar í sambandi við þær. í fyrstu voru
ekki haldnar sérstakar sauðfjár- eða hrúta-
sýningar, heldur alhliða búfjársýningar.
Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, telur
að þær hefjist þjóðhátíðarárið 1874 og séu
af og til haldnar upp frá því, helzt í sam-
bandi við meiriháttar samkomur, einkum
norðan lands (Freyr 1910).
I yfirliti um störf búnaðarfélags Suður-
amtsins (Búnaðarriti 1900) er þess getið,
að 6. júlí 1878 hafi stjórn þess skrifað öllum
sýslunefndum í Suðurumdæminu um sýn-
ingar á kvikfénaði, og spurzt fyrir um álit
þeirra á því, hvernig hentugast yrði að
koma þeim fyrir. og hvort sýslunefndir
væru fáanlegar til að leggja fé úr sýslusjóði
til þeirra o. fl. En sýslunefndirnar töldu
vandkvæði á að halda slíkar sýningar og
var þá ekki farið lengra í málið að sinni.
I „Fréttum frá íslandi 1882“ (Jónas Jón-
asson stud theol), er sagt frá tveim búfjár-
sýningum fyrir norðan, 1879. Var hin fvrri
haldin að Grund í Eyjafirði 24. apríl. Komu
þangað til sýningar um 150 kindur. Hin síð-
ari var haldin að Reynistað 29. maí. Til
þeirrar sýningar voru veittar kr. 200,00 úr
landssjóði. í sama riti er getið um tvær
sýningar fyrir norðan árið 1880. Var önnur
haldin að Garði í Hegranesi 10. maí, en hin
á Oddeyri við Eyjafjörð 8. júní. Er talið
að það hafi verið „stórfengleg“ sýning. Þá
er og getið gripasýningar í Garði í Hegra-
nesi 1881. Eftir það virðast engar búfjár-
sýningar hafa verið haldnar fyrr en 1890.
En það ár var búfjársýning á Oddeyri í
sambandi við héraðshátíð, er haldin var
til minningar um þúsund ára byggð Eyja-
fjarðar. Árið 1891 voru haldnar búfjár-
sýningar sunnan lands að tilhlutan búnað-
fimmtíu ára
FREYR