Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 128
Stekkur, ásamt umhverfi.
o 10 10 >* 1*
Grunnmynd af stekk.
stórhættulegt, ef ærnar gátu stokkið vegg-
inn og þá af honum niður í lambastekkinn,
þá hefði allt getað lent í kös og ær sem
lömb troðist undir. Grindur, eða annan út-
búnað, þurfti 'því stundum að setja á veggi
lambastekkjarins til öryggis.
Meðan stíað var þurfti daglega að smala
ám til stekkjar. Því skyldi vera lokið um
náttmál eða litlu síðar. Að því búnu var
kvatt til allt það lið heimilisins „sem vettl-
ingi gat valdið“ til að reka safnið í rétt-
ina. Mikils þurfti við, því að ærnar skildu
hvað til stóð og leituðu fast eftir að kom-
ast undan. Varð oft mikill eltingarleikur
við innreksturinn.
Þegar búið var að láta öll lömbin í
lambastekkinn var ánum hleypt út úr rétt-
inni. Laust þá upp miklum jarmi. Það var
kallaður óður og var sannkallaður sorgar-
óður. Mátti þar heyra tóna á öllu sviði
tónstigans — háa og lága — og með marg-
víslegum raddblæ, hvellum og dimmum,
skærum og hásum, gremjuþrungnum og
sorgblöndnum. — Enginn samhljómur ann-
ar, eða symfonia, kemst þar til jafns.
Þegar ánum hafði verið sleppt úr rétt-
inni, var haldið heim. Var þá oft komið
undir miðnætti.
Að morgni snemma, um miðmorgunsskeið,
var stekkjar vitjað aftur. Ærnar voru rekn-
ar í safnréttina, þrengt að þeim með grind-
um og mjólkað frá, sem kallað var. í byrjun
stekktíðar var mjólkað aðeins lítið frá
lömbunum, en því meir, sem Iengur leið og
að fullu síðast fyrir fráfærur.
Stíing og frámjaltir voru í þeim tilgangi
að venja lömbin við viðbrigðin, og fá þau
til að leggja sig meira eftir grasfóðrinu.
Að loknum mjöltum, var ám og lömbum
sleppt úr haldinu, ánum fyrst, og lömbun-
um svo út um ærstekkinn. Það var kallað
ýmist að hleypa úr stekk eða hleypa undir.
Hlupu lömbin fram með miklum jarmi og
mörg þeirra stukku hátt í loft upp á leið-
inni fram ærstekkinn. Laust nú upp aftur
hinum sama fjölbreytilega óð sem að kvöld-
inu.
Næsta sporið var að lemba, þ. e. koma
réttum ám og lömbum saman. Meðan á
því stóð, þurfti að standa vörð umhverfis
hópinn. Jafnótt sem lömbin fundu mæður
sínar, (eða ærnar lömb sín), hlupu þau
undir þær til að sjúga. Ærnar stóðu kyrrar
litla stund og þefuðu af lömbunum hvað
eftir annað, til að fullvissa sig um, að það
væru þeirra eigin lömb, sem þær væru að
gefa spenann, því að oft kom það fyrir, að
lömbin, í sárri löngun í mjólkurdropann
sinn, leituðu undir hverja á, sem fyrir
varð. En það var auðvitað ekki við það
komandi frá ærinnar hálfu, urðu þær oft
118
fimmtíu ára
FEEYR