Freyr - 01.01.1955, Page 129
Ær í kvíum, mjaltakonan, smalinn og hundurinn.
að beita hornununi til að hrekja þau frá
) sér.
Þegar ánum þótti lömbin hafa sogið nóg
Jeituðu þær að komast burt með þau. Var
þeim þá sleppt út fyrir varðhringinn.
Þannig fækkaði smátt og smátt innan varð-
hringsins þar til lokið var.
Oft var það, að ær eða lömb, sem ekki
lröfðu fundið lömb sín eða mæður, leituðu
ákaft eftir að komast burt úr safninu. Urðu
því oft mikil hlaup við þessa athöfn, óp og
köll er einn aðvaraði annan að gæta sín.
Til bar einnig það, að ær og lamb, sem
látið var sleppa, áttu ekki saman að réttu.
Komu ærnar þá oftast aftur með óð, en
lömbin þurfti oft að leita uppi.
Svo kom að því einn morguninn, að ærn-
ar voru reknar af stekknum, — Jcvíaðar til
mjalta og farið svo með þær í haga, fjarri
stekknum, og hafðar í strangri gæzlu.
Lömbunum var hleypt vir stekk að venju.
Urðu þeim mikil og sár vonbrigði að finna
ekki mæður sínar, og varð af hávær sorg-
aróður. Hlupu þau lengi umhverfis stekk-
inn með miklum jarmi — óð —- þar til
sulturinn knúði þau til að fara að krojrpa
grængresið.
Söknuði lambsins á stekknum er lýst í
þessu stefi:
Gimbillinn mælti, og grét við stekkinn:
Nú er hún móðir mín mjólkuð heima.
Því ber ég svangan, um sumardag langan,
munn minn og maga að mosaþúfu.
Lömbin voru venjulega setin, þ. e. vökt-
uð, nokkra daga kringum stekkinn áður
en þau voru rekin á afrétt. Það var gjört
til að sefa óró þeirra. Væru lömb rekin í
afrétt strax eftir fráfærur, var það kallað
að reka (þau) með óði.
FREYE
fimmtíu ára
119