Freyr - 01.01.1955, Síða 134
Vikingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, fæddur 1899. Nautið var liósmyndað á búfjársýningu, sem var hald-
in á Akureyri árið 1904.
hún 5 merkur á sumri jöfnum mjöltum".
Fullgild var og sú kýr talin á 12. öld, sem
var ,,héraðsræk í fardögum, og skilaði kálfs-
mála“, — fóðraði kálfinn þolanlega. Bendir
þetta til, að rýrari gripir hafi þekkst. Segir
þetta sína sögu.
Eftir að augu manna hafa opnazt fyrir
gildi mjólkurinnar í baráttunni við útmán-
aðahungur, skildist þeim, að það bjargráðið
var vonlaust, nema til kæmi bætt meðferð.
En slík sinnaskipti taka oftast langan tíma,
trúlega aldir.
Þótt reynsla kynslóðanna sannaði gildi
mjólkurinnar, munu draumar um kynbæt-
ur vart hafa hvarflað að mönnum hér svo
teljandi væri, fyrr en á 19. öld. Gögn munu
þó finnanleg fyrir því, að erlendur bú-
peningur hafi verið fluttur inn á 18. öld-
inni, og að sjálfsögðu í kynbótaskyni. Er
raunasaga innflutnings á sauðfé þekkt, og
þó til séu nokkur gögn um innflutning naut-
gripa, munu engin dæmi hliðstæðra slysa-
skrefa í sambandi við innflutning þeirra
og sauðfjár. Hitt er annað mál, að nú mun
ekki unnt að benda á einstaklinga, sem
raktir verða að ætt eða útliti til slíks inn-
flutnings.
Eftir að tekið var að leggja stund á
mjólkurframleiðslu allt árið, hlutu augu
manna að opnast fyrir mismunandi eðlis-
kostum einstaklinga. Þó ekki verði færðar
sönnur á, að til kynbóta hafi verið efnt,
sem slíku nafni getur nefnzt, er víst, að
kynstofninn sveigist í áttina að því marki,
124
fimmtíu ára
FREYR