Freyr - 01.01.1955, Page 135
Kýr á Korpúlfsstöðuín, um 1930.
sem kröfur eru gerðar til af hverri kynslóð.
Alltaf eru til einstaklingar, sem augu hafa
opin fyrir slíku. Þeir eignast betri gripi
en fjöldinn. Til þeirra er seilzt um lífdýr,
og þótt allt slíkt verði svo laust í reipum,
að á því verði ekki festar hendur, sígur
þó í áttina. Mun því víst, að nautgripa-
stofninn íslenzki hafi verið um síðustu
aldamót meir sveigður til mjólkur en
holda. Það kom líka þegar í Ijós, er farið
var að veita honum verðuga athygli, að
innan hans voru einstaklingar, sem telja
mátti ágæta.
Ekki verður því neitað, að upp úr síð-
ustu aldamótum skipast ýmsir þeir menn
í forustulið þjóðarinnar, sem augu höfðu
opin fyrir þeim hræringum, sem vart varð
í þjóðháttum grannþjóða vorra, einkum
þó um Norðurlönd. Verður þess mjög vart
í búnaðarmálum vorum. Þeim, er þá stóðu
þar fremst, var það ljóst, að lítt mundi þar
ávinnast, ef ekki væri gripið til samhjálpar
um lausn málanna, enda er þá efnt til
ýmissa þeirra samtaka á búnaðarmálum,
sem nú er búið við. Meðal þessa eru naut-
griparæktarfélögin.
Arið 1902 réðst Guðjón Guðmundsson
frá Finnbogastöðum, í þjónustu Búnaðar-
félags Islands, sem ráðunautur þess í bú-
fjárrækt. Það ár birti liann í Búnaðar-
ritinu frumvarp til laga fyrir nautgripa-
PREYR
fimmtíu ára
125