Freyr - 01.01.1955, Page 140
Ljóraalind 17 á Skarði við
Akureyri, f. 1.10. 1942. F.
Brynjar. Móðir Lind 11.
Átti metið í afurðum á einu
ári af skýrslufærðum kúm
í lok 50. starfsárs félaganna.
>Ijólkaði 6297 kg, með
4.26% mjólkurfitu árið
1949.
þessi samtök hægt af stað. Byrjunarinnar
hefur áður verið getið. Fyrstu 5 árin var
meðaltal þeirra félaga, sem sendu skýrslur,
10 og voru meðlimir þeirra 300. Attu þeir
samtals 880 kýr fullmjólka. Sést af því
hversu hægt hefur sigið. Þess má og geta,
að á ýmsu gekk f.yrir félögunum um
félagsstarfið. Árið 1914 eru félögin 25. En
þó höfðu 38 einhvern tíma sent skýrslur.
Af þeim höfðu 13 helzt úr lestinni. Til
þessa lágu að sjálfsögðu margar orsakir.
Mun ýmsum félögum hafa lítt haldizt á
eftirlitsmönnum sínum, enda örðugt að
greiða störf þeirra, svo viðhlítandi væri.
Búnaðarfélag Islands tók nú að efna til
námskeiða fyrir eftirlitsmenn nautgripa-
ræktar og fóðurbirgðafélaga. Var hið fyrsta
haldið í Reykjavík 15. febr. til 18. marz
1905. Voru þau námskeið haldin árlega
til 1919 og voru starfsmenn Búnaðarfélags
íslands aðalkennarar. Með þeim kenndi
og Magnús Einarsson dýralæknir meðan
honum entust kraftar til. Sóttu menn
þessi námskeið víðsvegar að af landinu.
Gerðust ýmsir þeirra starfsmenn félag-
anna, og fluttu með sér áhuga og hug-
sjónir, -— að sjálfsögðu eftir hæfni hvers og
eins til slíks flutnings. Eftir 1919 tóku nám-
skeiðin að gerast strjálli og því meir, sem
lengra dró. Var hið síðasta haldið 1938.
Munu þau alls hafa orðið 28 og þeir, sem
þau sóttu, nálægt 250.
Flest árin, sem Sigurður Sigurðsson
hafði þessi mál með höndum, — og þó
einkum hin fyrstu, — hafði hann svo mik-
ið á sinni könnu, að hann gat ekki sinnt
þeim sem skyldi. Til þess vannst honum
ekki tími. Skýrslum nautgriparæktarfél-
aganna voru því ekki gerð full skil. En
skömmu eftir að Páll Zóphóníasson gerðist
kennari á Hvanneyri, tók hann við þeim
þættinum þar, sem þá Guðjón og Ingi-
mund þraut. Mun hið fyrsta, sem frá
hans hendi hefur birzt um það, prentað í
Búnaðarritinu 1914, XXVIII. árg. Hefur
hann síðan lagt þessum málum mest lið
allra þeirra, sem að þeim hafa komið, að
öðrum þó full metnum.
Það, hversu hægt gekk framan af að
vekja bændur til samstæðrar þátttöku í
130
fimmtíu ára
FREYR