Freyr - 01.01.1955, Page 141
Stórhyrnd kýr á Möðru-
völlum 1 Hörgárdal 1949,
Hyrndum kúm fækkar
vegna úrvals. Nær því ein-
göngu kollótt naut eru nú
valin til kynbóta. Árið 1947
eru 70% a£ kúm í naut-
griparæktarfélögum taldar
kollóttar og smá hníflóttar.
borið saman við 56% 20 ár
um áður.
þessum málum, á að sjálfsögðu margar
rætur. Höfuð forustumaður þessara mála
var svo önnum hlaðinn, að hann gat ekki
helgað sig þeim eftir því, sem þörfin þó
heimtaði. Bak við sig hafði hann ófull-
komin landslög. Þó voru gefin út „lög um
stofnun, og samþykktir og kynbœtur naut-
gripa“, 20. okt. 1905, — sjálfsagt að undir-
ktgi Guðjóns. En þau náðu skammt. Þessi
viðleitni fékk líka annað fjall í fang, og þó
tvíþætt. Fyrstu tveir áratugir aldarinnar
voru harðhentir á bændum. Við það bætt-
ist og heimsstyrjöldin á öðrum tug aldar-
innar, sem og lagði sinn stein í götu þessara
samtaka. Allt þetta rann sem stoðir undir
vanskilning og tregðu bænda til þessara
hugsjóna. Félögunum fjölgar svo hægt, að
á 5 ára skeiðinu 1924—28 eru þau að með-
altali 23 með 520 bændum. En 1929—33
taka þau þann kipp, að þá eru félögin 71
með 1695 bændum. Þau meir en þrefald-
ast. Skal hver frjáls að getum að því, hvað
mestu hafi valdið um þann fjörkipp. Sjálf-
sagt kemur þar rnargt til.
Á þessu tímabili koma fram lög um
nautahald. Léttu þau mjög róðurinn að ala
nautin svo til þroskaaldurs, að úr því yrði
skorið, hvers virði arfgengi þeirra var. Eru
þau lög undanfari búfjárræktarlaga þeirra
er nú gilda. Hitt er víst, að búfjárræktar-
lögin í þeirri mynd, sem þau eru nú, eru
aflvakinn að starfsemi þessa félagsskapar
nú.
Hæst komst tala félaganna í 99 árið
1939—40. Voru þá 2289 bændur í þeim,
eða um þriðjungur af bændum landsins.
Síðasta árið, sem skýrslur ná yfir, eru fé-
lögin 93 með 1487 bændum. —
Skýrsla sú, er hér fer á eftir sýnir allvel
afurðaþróunina eins og hún birtist í skýrsl-
um félaganna.
Fimm ára meðaltöl nautgriparœktar-
félaganna 1903—53
Full- Árs-
Bændur mjólka nyt Feiti Fitu-
Ár I’élög í fél. kýr kg. % ein.
1903—08 10 300 880 2242 3.00 8071
1909—13 13 447 1641 2272 3.61 8202
1914—18 27 715 2584 2206 3.67 8096
FREYR
fimmtíu árt*
131