Freyr - 01.01.1955, Page 146
12
12
Strokkurinn hefur frá upphafi íslands byggðar
verið ómissandi heimilisáhald.
smjör einkum haft til greiðslu á kúgilda-
leigum og í gjöld til klerkdóms og kirkna,
til landskuldargreiðslu og til viðskipta
manna á milli. Líkt var og um osta.
Til utanlandsviðskipta var smjör ein
af hinum algengu gjaldeyrisvörum, en í
minnkandi mæli eftir því sem nautpeningi
fækkaði. Um útflutning smjörsins úr landi
finnast þessar tölur:
Ár 1624 tunnur smjörs 636
— 1630 — — 334%
—- 1734 — — 47
— 1743 — — 41
— 1753 — — 27
— 1763 — — 27
— 1772
— 1779
Þetta er mikið hrun. Um ostaútflutning
finnast ekki skýrslur.
Skyrsins og sýrunnar var að mestu eða
cllu neytt á heimilunum. Það, sem safn-
aðist á sumrum umfram neyzluþarfir, var
geymt til vetrarins.
Sýran var hiifð til drykkjar á öllum
tímum árs, en jatnframt var hún höfð til
að geyma í henni öm.ar matvæli, slátur,
kjöt og hverskonar innanmat úr slátur-
gripum, fiskroð og bein. Voru not sýrunn-
ar því bæði mikil og hagnýt.
Þessi var, í stuttu máli sagt, vörugerð
úr mjólkinni alla tíð, frá upphafi byggðar
á Islandi, allt fram í byrjun 20. aldar.
Áhöldin til mjólkuriðnaðarins voru
frumstæð og einföld — öðru varð ekki við
komið eftir ástæðum, né þekktist. Helztu
áhöldin voru fötur, bakkar eða trog, hitu-
pottar, strokkar, kyrnur, biður, tunnur,
sáir og ámur, allt tréílát. Vörugerðin hent-
aði vel, en gæðin voru misjöfn eftir þrifn-
aði, kunnáttu og myndarskap þeirra, sem
að henni unnu. Mest mun hafa verið áfátt
um smjörgerðina, einkum með tilliti til
geymslu þess. Smjörið var hvorki sýrt eða
saltað á nútíma vísu. Það súmaði við
geymsluna, en gat þar fyrir verið góð vara.
Væru áfirnar nægilega vel hnoðaðar úr
því, súrnaði það að vísu mikið, en hélt sér
eftir það vel og lengi, og þótti gott viðbit
og drjúgt. Væri það hins vegar ekki nóg
hnoðað, vildi það við geymsluna þrána og
mygla og þótti ekki gott.
Nokkuð er þetta nú orðið breytt. Áhöld-
in eru orðin önnur og fullkomnari, kunn-
áttan meiri. Fjölbreytnin í vörugerðinni
hefur vaxið, auk fyrri tegunda er komin
niðursoðin mjólk og mjólkurduft. Vöru-
fimmtiu ára
136
FREYR