Freyr - 01.01.1955, Page 147
Mjólkurílátin voru öll úr
tré fram um síðustu
aldamót.
gerðin fer að mestu fram í verksmiðjunni,
í stað þess, að hún fór áður fram á heimil-
unum eingöngu.
Mjólkin ný og mjólkurvörurnar, voru
alla tíð, þangað til óx að mun innflutning-
ur erlendra matvæla, einn höfuðþátturinn
í daglegu viðurværi landsmanna og eflaust
sá þátturinn, sem mest var verður til holl-
ustu og líkamlegs atgervis þjóðarinnar,
þrátt fyrir það sem áfátt má finna um með-
ferð og vörugerð. Mjólkin var einnig það,
sem drýgst draup, þegar harðæri og drep-
sóttir hertu mest að.
Tímamót.
Um síðustu aldamót var breytingatími
í ýmsu tilliti. Ný viðhorf og ný verkefni
sköpuðust af þeim sökum. Um það verður
ekki rætt hér almennt að öðru leyti en því,
sem það snertir mjólkurframleiðslu og
mjólkurvinnslu, beint og óbeint.
Tvennt var það, sem einkum kom þá til
sögu. Annað var breyttar ástæður um sölu
sauðfjárafurða til útlanda. Hitt atriðið var
að nokkru afleiðing af því: tilraunir til að
tilreiða aðrar landbúnaðarvörur til út-
flutnings.
Fáum árum fyrir aldamótin (1896) settu
Bretar bann hjá sér við innflutningi lif-
andi sauðfjár frá Islandi, sem um það bil
í aldarfjórðung hafði verið aðalútflutn-
ingsvara landbúnaðarins. Seinna leyfðu
þeir innflutning með því skilyrði, að féð
væri haft í sóttkví þangað til því væri
slátrað. Var það þá reynt í fáein ár, en af
breytingunni leiddi slíkt verðfall, að það
verkaði sem algjört bann. Reynt var einn-
ig á þeim árum að senda lifandi fé til Hol-
lands og Frakklands, en það reyndist einn-
ig ófullnægjandi um verðlag.
Af þessum sökum varð það nauðsynja-
mál að leita nýrra úrræða um söluhæfar
landbúnaðarvörur til útlanda, til að fylla
skarðið. Tvö úrræði komu einkum til
greina. Annað var sala á léttsöltuðu, kældu
eða frystu kjöti. Voru tilraunir gerðar í þá
átt, fyrir forgöngu Búnaðarfélags íslands,
en þær báru ekki nægilegan árangur um
PREYR
fimmtíu ára
137