Freyr - 01.01.1955, Page 148
Með komu skilvindunnar hófst nútíma
mjólkuriðnaður.
sinn. Hitt úrræðið var að framleiða vörur
úr mjólk, söluhæfar á nægilega háu verði
erlendis.
Mjólkurvinnslan var þá eingöngu á
heimilunum. Og þótt smjör- og ostagerð
væru í góðu lagi á mörgum heimilum, var
hún líka víða á laklegu stigi. Auk þess
hlaut hún, þótt umbætt væri, að verða svo
ósamstæð, að ólíklegt var, að íslenzkt
heimilasmjör og ostar gætu orðið söluvara
á erlendum markaði, svo verulegu næmi.
Þó var um þessar mundir selt nokkuð af
íslenzku smjöri til útlanda. Þótti því nauð-
syn að fylgja fordæmi Dana um samlagsbú
til smjörgerðar og ostagerðar, til að fá svo
samræmda vöru, sem verða mætti, til sölu-
framboðs erlendis. Hér verður að geta þess,
að á fyrsta áratugi 20. aldarinnar tóku frá-
færur mjög að leggjast niður, en héldust þó
við eftir það alllengi á einstökum bæjum,
og í afskekktum sveitum. Hin mikla og
góða málnyta ásauðar kom því að litlu
sem engu leyti til mála í þessu tilliti, nema
til innanlandssölu. Þó kemur ostagerð úr
sauðamjólk lítillega við sögu síðar.
Rjómabúin.
Fyrsti viðbúnaður til mjólkurvinnslu,
með tilliti til aukinnar sölu erlendis, var
sá, að á Alþingi 1899 voru sett lög um
stuðning við samtök meðal bænda, til að
framleiða smiör og osta til sölu erlendis,
að fordæmi Dana, sem höfðu þá um ná-
lægt tveggja áratuga skeið framleitt smjör
á samlagsbúum sínum, til sölu í Bretlandi
með góðum hagnaði að talið var.
Sókn í málinu var hafin með því, að fimm
bændur í Hrunamannahreppi efndu til sam-
taka um smjör- og ostagerð að Syðra-Seli
sumarið 1900. Forgöngu um það er talið
að hafi haft Ágúst Helgason bóndi í Birt-
ingaholti.
Sama árið réðzt Sigurður Sigurðsson frá
Langholti ráðunautur til Búnaðúrfélags
íslands. Við nám sitt í Danmörku hafði
hann kynnzt starfi smjörbúanna dönsku.
Gerðist hann mikill hvatamaður þess, að
bændur hérlendis færu að dæmi þeirra.
Næsta ár voru stofnuð fjögur bú, þrjú í
Árnessýslu og eitt í Skagafirði. Þessi fyrstu
bú voru í rauninni mjólkurbú en ekki
rjómabú; mjólkin var flutt til búanna og
strokkuð þar; skilvindur voru þá ekki bún-
ar að ná útbreiðslu. Áhöldin voru þau sömu
sem á heimilunum, og húsakostur, sem til
fékkst þar, sem búin voru rekin. Ekki voru
byggðir sérstakir skálar fvrir búin, eins og
síðar varð. Hins vegar voru bústýrurnar
lærðar i meðferð mjólkur, smjörgerð og
ostagerð, flestar eða allar, úr mjólkurskóla
H. Grönfelds, á Hvítárvöllum.
íimmtíu ára
FREYR