Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 150
Mjólkurskólinn á Hvít-
árvöllum var starfrækt-
ur á árunum frá 1904—
1918. Er talið, að 192
stúlkur hafi stundað
nám þar.
Starfandi Smjörframl. Útfl.smjör Söluv.
Ár bú smál. smál. þús.kr.
1900 1
1901 5 6 6 9
1902 10 24 24 36
1903 15 46 45 76
1904 22 110 110 165
1905 33 145 140 190
1906 34 127,5 123 196
1907 32 125 120 200
1908 34 127,5 122 220
1909 33 145 138,5 250
1910 33 153,5 150 270
1911 31 174 170,7 300
1912 31 184,5 177 345
1913 28 173 166 315
1914 23 65 60 115
1915 24 105 100 227
1916 20 100 75 200
1917 17 33 0 120
1918 12 30 0 100
1919 6 15 0 50
Nær allt rjómabúasmjörið var selt til
Bretlands og komst þar í gott álit, þótt
ekki næði það að fullu áliti danska smjörs-
ins, enda hafði það náð hefð og áliti í Bret-
landi áður, en íslenzka rjómabúasmjörið
kom þar á markað.
Lítilsháttar af smjöri var framleitt á
rjómabúunum, umfram það sem út var
flutt, til sölu innanlands, sem af skýrslunni
sést, Ostagerð var lítil sem engin í fyrstu,
en fór vaxandi.
Aður en rjómabúin komu til, árið 1901,
voru flutt út 21% tonn af smjöri frá
bændaheimilum. Sá útflutr.ingur minnkaði
fljótt þegar rjómabússiu]orið kom til og
mun hafa horfið með öllu þegar frá leið.
Sem sjá má af útflutningsskýrslunni, náði
búareksturinn hámarki 1912, en tók að
hnigna upp frá því. Styrjaldarárin 1914—
1918 lögðust þar á sveif til framhaldandi
hnignunnar. Tók þá alveg fyrir sölu smjörs
til Englands, svo að byggja varð rekstur
búanna dngöngu á smjörsölu innanlands.
Gat innanlandssalan ekki borið uppi rekst-
urinn, enda komu og fleiri ástæður til.
Fram til ársins 1907 var útílutningsverð-
ið nálægt kr. 1,50 fyrir kílógrammið að
meðaltali, eftir það oftast nokkru hærra.
Til stuðnings við búin voru nokkur út-
flutningsverðlaun veitt. Þau voru ákveðin
strax með lögunuin frá 1899, sem fyrr hafa
verið nefnd. Samkvæmt þeim skyldi greiða
úr landsjóði hverjum þeim, sem flytti út,
minnst 300 pund af smjöri, jafn há verð-
laun og söluverðið næmi meiru en 75 aurum
fyrir pundið. Verðlaunareglunum var svo
breytt árið 1903 og aftur 1905, en alltaf
voru þau samt miðuð við það, að útflytj-
140
fimmtíu ára
FREYR