Freyr - 01.01.1955, Page 152
í nýtízku mjólkurbúi er
fjölþætt véltækni.
gráðaostgerðar en kúamjólk, enda auðugri
af ostefni og fitu.
Til framkvæmda og tilrauna í því efni
réðst Jón Guðmundsson búfræðingur á
Þorfinnsstöðum í Onundarfirði. Fráfærur
höfðu þá ekki lagst niður þar. Þetta var
sumarið 1913. Jón hafði áður stundað
sauðfjárrækt í Skotlandi, farið síðan til
Fiakklands, og kynnt sér þar gráðaosta-
gerð. Þessi osttegund er búin til í einu
fjallahéraði þar úr sauðamjólk, og er þar
nefndur Spað Roquefort ostur eftir hérað-
inu eða þorpinu, sem hann er búinn til í.
Þetta sumar, og þau næstu, keypti Jón
mjólk af nærliggjandi bæjum til ostagerð-
ar sinnar. Líkaði osturinn vel og var
keyptur í kauptúnunum vestanlands og í
Reykjavík.
Árið 1917 kom ostagerð Jóns undir álit
og mat Gísla Guðmundssonar gerlafræð-
ings. Mælir hann vel fyrir henni og hvetur
til að framtakssamir bændur stofni til sam-
lags um gráðaostagerð, með atbeina og for-
sögn Jóns (Freyr XIV. árg., bls. 43).
Næsta sumar flutti Jón Guðmundsson
ostagerð sína að Ólafsdal í samvinnu við
Markús Torfason. Höfðu þeir ráð á mjólk
úr 200 ám, heima þar í Ólafsdal og frá
bændum í Saurbæjarhverfinu. Fyrir lítra
aðkeyptrar mjólkur gáfu þeir 28 aura
(Freyr s. á., bls. 72).
Þetta sama ár keypti Jón, í félagi við
nokkra menn, jörðina Sveinatungu í Norð-
urárdal í þeim tilgangi að reka þar sauð-
fjárbúskap og sauðamjólkurframleiðslu til
gráðaostagerðar.
Búskapurinn í Sveinatungu tókst ekki
svo vel, sem vænzt var, og var honum þá
brátt hætt.
Nú fluttist vettvangur gráðaostagerðar-
innar til Norðurlands. Sumarið 1921 höfðu
bændur í S.-Þingeyjarsýslu stofnað osta-
gerðarsamlag, með ráði og undir stjórn
Jóns. Voru ostagerðarstöðvarnar á þremur
bæjum, Landamótsseli, Laxamýri og Narfa-
st'óðum. Búizt hafði verið við, að 50 þúsund
lítrar sauðamjólkur fengjust til að vinna
úr, en aðeins 30 þúsund fengust. Ostafram-
leiðslan var rúmlega 5400 kílógrömm, sem
seldist á nær 20 þús. krónur. Næsta sumar
142
fimmtíu ára
FREYR