Freyr - 01.01.1955, Page 153
Fullkomin hreinlætis-
tæki og útbúnaður er í
hvívetna í mjólkurbú-
unum.
var ostagerðin á sömu bæjum en varð
nokkru minni, af því að minna barst að af
rnjólk. — Fitumagn sauðamjólkurinnar
reyndist 6,91%. — Mysuostsuða var síðara
sumarið við Reykjahver. Eftir þessi tvö
sumur lagðist gráðaostagerðin í Þingeyjar-
sýslu niður.
Sumarið 1923 flutti Jón ostagerð sína til
Suðurlands. Settist hann að á Reykjum í
Olfusi og notaði hverahitann þar til osta-
vinnslunnar. En nú gerði hann ekki gráða-
ost heldur svokallaðan Gaudaost og mysu-
ost. Til ostagerðarinnar keypti hann af
bændum í Olfusi 10 þúsund lítra af kúa-
mjólk, helminginn nýmjólk og helminginn
undanrennu, og samdi um 28 aura fyrir ný-
mjólkurlítrann, miðað við 3,6% fitumagn,
en 15 aura fyrir undanrennulítrann. —
Fitumagn nýmjólkurinnar reyndist ekki
nema 3,2%.
Eftir þetta hvarf Jón aftur heim til bús
síns í Ónundarfirði.
Allir munu ostar Jóns hafa selzt sæmi-
lega, mest innanlands, en lítilsháttar var
selt í Danmörku.
Gráðaostagerðin náði ekki festu og
framtíð, eins og vonir stóðu til í upphafi,
fremur en rjómabúin, og hafði því ekki al-
menna og varanlega þýðingu fyrir mjólkur-
iðnaðinn. Eigi að síður var tilraunin merki-
leg, og lofsverður dugnaður Jóns og þraut-
seigja í hrakningum milli tilraunastaða um
10 ára bil.
Ostagerð rjómabúanna.
Þess hefur verið getið, að rjómabúin
höfðu nokkra ostagerð samhliða smjör-
gerðinni. Verður nú sagt frá því nánar.
Rjómabúunum barst ekki annað efni til
ostagerðar en áfirnar einar. Var því lítt
stunduð ostagerð lengi vel framan af, eða
alls ekki, meðan búin voru í uppvexti og
blóma. En þegar kreppa tók að þeim á
stríðsárunum var farið að hugsa um, að
gera verðmæta vöru úr áfunum. Frum-
kvæði að því átti rjómabússtýran við Hró-
arslækarbúið, Herborg Þórarinsdóttir.
FREYR
fimmtíu ára
143