Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 155
Mjólkurbú Ölfusinga í
Hveragerði var starf-
rækt á árunum 1928—
1938.
krónur, ein á 2,40 krónur, Gaudaosturinn
á 3 krónur og gráðaosturinn á 5 krónur.
Ekki verður sagt um, hvaða almenna
þýðingu þetta hafði fyrir ostagerðina.
Haustið 1924 var, að tilstuðlan Búnaðar-
félags Islands, haldin sýning í Reykjavík á
ostum, smjöri og skyri. Flest sendu rjóma-
búin, sem þá voru starfandi, osta á sýning-
una, en færri smjör og skyr. Ostarnir þóttu
misjafnir að gerð og gæðum.
Gráðaostur var á sýningunni frá ostabúi
Þingeyinga, einnig Eidamerostur frá
Hvanneyri, og þóttu álitleg vara, jafn gild
útlendum ostum sömu tegunda. (Freyr XX.
ár., bls. 11 og 53).
Mjólkurbúin.
Af vaxandi fólksfjölda í kaupstöðum og
kauptúnum leiddi aukna þörf fyrir — ekki
einasta mjólkurvörur heldur einnig fyrir
mjólkina óunna — nýmjólk.
í Reykjavík var lang mest fólksfjölgun-
in, og mest þörf fyrir nýmjólk og mjólkur-
vörur. Til þess að leita jafnvægis á þessari
gagnkvæmu þörf bænda og íbúa Reykja-
víkur, varð fyrsta aðgerðin sú, að bændur
í Mosfellssveit, á Kjalarnesi og í Kjós,
stofnuðu mjólkursölufélag, árið 1917, er
þeir nefndu Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Starfaði það sem sölufélag og sölusamlag
bændanna í nefndum sveitum, seldi mjólk-
ina óunna, sem kostur var, og vann sölu-
vöru úr afganginum.
Þessi úrlausn á markaðsþörf bænda náði
aðeins til takmarkaðs svæðis. Með aukinni
ræktun og þar með vaxandi fjölgun mjólk-
urkúa óx markaðsþörfin fyrir mjólk og
mjólkurvörur, einnig í öðrum héruðum,
fjarlægari Reykjavík.
Nokkrir bændur í Mýrasýslu urðu fyrst-
ir til að leita nýrra úrræða, til að rýmka
sölumarkað mjólkurinnar. Efndu þeir til
niðursuðu rjóma að Beigalda í Borgar-
hreppi. Síðar var tekið að sjóða niður
mjólk, og þá um leið hætt við rjómann.
Niðursuðuverksmiðju sína nefndu þeir
Mjöll. Þetta var nýjung í mjólkuriðnað-
inum, og létti nokkuð á mjólkurmarkaðin-
PREYR
fimmtíu ára
145