Freyr - 01.01.1955, Page 156
Mjólkurbii Flóamanna tók til starfa í árslok 1929.
um þar í héraðinu. Þetta var árið 191!).
Niðursuðuskálinn á Beigalda brann árið
1925. Voru þá samtökin efld og aukin af
bændum í Mýrasýslu og Borgarfjarðar-
sýslu, og verksmiðja byggð í Borgarnesi
með fullkomnari vélum til niðursuðu.
Kaupfélag Bargfirðinga keypti niður-
suðuverksmiðjuna árið 1931. Það stækk-
aði hana strax, og fékk vélar til skyr- og
smjörgerðar, og árið 1932 tók það að starf-
rækja venjulegt mjólkurbú samhliða niður-
suðunni, en ostagerð hófst þar þó ekki fyrr
en árið 1937. Niðursoðin mjólk, Baulu-
mjólk, var framleidd í mjólkursamlaginu í
Borgarnesi til ársins 1949, er Mjólkursam-
salan tók við þeirri framleiðslu, og fer hún
nú fram í Mjólkurstöðinni í Bæykjavík og
nefnist mjólkin nú Auðhumlumjólk.
Næsta sporið, til að auka mjólkursölu
og mjólkuriðnaðinn og fyrr en hér var við
skilið, var það, að árið 1928 stofnaði Kav/p-
félag Eyfirðinga á Akureyri mjólkursamlag
með þátttöku bænda í héraðinu. Starfaði
það á líkum grundvelli og Mjólkurfélag
Reykjavíkur, seldi nýmjólkina, sem unnt
var, og vann söluvöru úr afganginum.
Kaupendur voru fyrst og fremst íbúar Ak-
ureyrarkaupstaðar og kauptúnanna við
Eyjafjörð, svo og íbúar Siglufjarðarkaup-
staðar.
Eftir að smjörsala rjómabúanna á Suð-
urlandsláglendinu, til Bretlands, féll niður,
höfðu búin byggt rekstur sinn á sölu til
Reykjavíkur. Hin fáu bú, sem störfuðu og
komust á fót eftir styrjaldarlokin, fullnægðu
ekki þörfum bænda þar til sölu á mjólk og
146
fimmtíu ára
FREYR