Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 157
Mjólkuibúið í Borgarnesi tók til
starfa 1932. Áður hafði verið
starfrækt mjólkurniðursuða.
mjólkurvörum, og því verr, sem mjólkur-
framleiðslan óx með aukinni ræktun og
auknum kúafjölda. Samkeppni um mark-
aðinn í Reykjavík fór einnig harðnandi
við bændur á starfssvæði Mjólkurfélags
Reykjavíkur, er höfðu aukið mjólkurfram-
leiðslu sína hlutfallslega meira, en bændur
á Suðurlandsláglendinu, studdir af sam-
tökum sínum.
Þessar ástæður leiddu til þess, að stofn-
uð voru tvö mjólkursamlög „Austanfjalls“,
Mjólkurbú Ölfusinga, 22.7. 1928 og Mjólk-
urbú Flóamanna, 5.12. 1929. Stóð svo fram
til 1934 að þessi fjögur nefndu mjólkurbú
sunnanlands voru rekin í samkeppni, aðal-
lega um sölumarkaðinn í Reykjavík.
Leiddi af því verðfall á mjólk og mjólkur-
vörum.
Upp úr þessum átökum mun hagur
Mjólkurbús Ölfusinga hafa þrengst svo, að
þrátt fyrir viðleitni þess að nýta jarðhita
til sparnaðar á eldsneyti, beið það lægri
hlut í samkeppni við Mjólkurbú Flóa-
manna og hætti því störfum 15. júlí 1938.
Vegna misjafnrar aðstöðu mjólkurbú-
anna til nýmjólkursölu og sölu mjólkur-
vöru í Reykjavík, varð einnig misjafnt það
meðalverð, sem búin gátu greitt viðskipta-
mönnum sínum. Til úrbóta á því, var, með
lögum 1934, stofnuð Mjólkursamsalan í
Reykjavík. Skyldi hún annast, fyrir hin
starfandi mjólkurbú, alla sölu mjólkur og
mjólkurvöru í Reykjavík og innheimta
gjald, eða á leggja, af nýmjólkursölunni, til
verðmiðlunar milli búanna. Samhliða
Mjólkursamsölunni starfaði þó til 1937
Mjólkurvinnslustöð Mjólkursamlags Kjal-
arnesþings, er tekið hafði við af Mjólkur-
félagi Reykjavíkur.
Starfssvæði Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík hefur færst út smátt og smátt
og nær nú yfir allt svæðið frá Mýrdals-
sandi vestur að Snæfellsnesfjallgarði, og að
nokkru um Dalasýslu.
Það kom fyrir, eftir að sunnlenzku mjólk-
urbúin og Mjólkursamsalan voru stofnuð,
að svo mikið barst af mjólk til búanna, að
mjólkurvinnslan varð meiri en neyzluþarf-
irnar á vinnsluvörunum. Þannig var það á
fyrstu starfsárum búanna, að smjörgerðin
var svo mikil að smjörið seldist ekki allt.
Var þá leitað þess ráðs, að lögbjóða smjör-
blöndun í smjörlíki. Svo kom að því, að
smjörgerðin varð vart næg um árabil, og
rak að því að smjör var flutt inn (1941).
En á hinum síðustu árum tóku svo aftur
að safnast fyrir smjörbirgðir. Var þá það
ráð tekið, að greiða niður verð á meira
FREYR
fimmtíu ára
147