Freyr - 01.01.1955, Síða 158
Forðum var skyr síað yfir sá. Mjólkurbúið á Selfossi uotar nú útbúnað þann, er myndin svnir.
magni af smjöri en áður, til að örva söluna.
Virðist smjörframleiðslan og neyzluþarf-
irnar vera nú nokkurnveginn á jafnvægi.
Um ostagerðina hefur gegnt líku máli.
A fyrstu árum Mjólkursamsölunnar varð
hún meiri en svo, að hægt væri að selja
allan ostinn innanlands. Var þá gripið ti!
þess úrræðis að selja osta úr landi. Árin
1935—1940 voru þannig flutt út um 100
tonn af osti hvert árið, til Þýzkalands
mestmegnis. En verðið, sem fyrir hann
fékkst, var svo lágt, að greiða varð með
honum miklar verðbætur.
Það hefur ávallt, síðan rjómabúin tóku
til starfa, og síðar mjólkurbúin, verið
vandamál að geta fullnýtt undanrennu og
áfir. Skyr og osta er að vísu ávallt hægt
að gera, en það takmarkast af því, sem
unnt er að selja innanlands. Skyr hefur
aldrei verið útflutningsvara, og ostar eru
ekki seljanlegir erlendis á viðunandi verði,
sem sýndi sig 1938—1940, vegna þess að
framleiðslukostnaður er hér tvöfaldur til
þrefaldur við það, sem er í nálægum lönd-
um. Þurmjólkur- og kaseinframleiðsla ættu
að geta stutt að því, að fullnýta áfirnar og
undanrennuna.
Árið 1935 fengu starfandi mjólkurbú
mjólk til sölu og vinnslu, talið í milljónum
lítra, sem að neðan greinir:
Mjólkurfélag Reykjavíkur...... 4,16
Mjólkurbú Flóamanna .......... 3,00
Mjólkurbú Ölfusinga .......... 1,00
Vljólkursamlag Borgfirðinga .... 0,95
Mjólkursamlag Eyfirðinga .... 2,09
Mjólkurbú Thor Jensens ..... 0,64
Samtals 11,84
Thor Jensen hafði þá eigið mjólkurbú
fvrir búskap sinn á Korpúlfsstöðum.
148
fimmtíu ára
FREYR