Freyr - 01.01.1955, Síða 165
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
Bændaförin til Norðurlanda
19. maí — 13. júní, 1953
Hinn 19. maí 1953 rann upp mildur og
fagur. Að kvöldi hins 18. höfðu ferðafélag-
arnir mætzt á skrifstofu Búnaðarfélags Is-
lands, og sagði Gísli Kristjánsson þar upp
lög þau, er gilda skyldu. Það var upphaf
þeirra, að allir skyldu honum hlýða, og
mátti heita, að þá væri lögmálinu lokið.
Trúlegt má telja, að vegna þess, hve laga-
stafirnir voru fáir, hafi tekizt svo vel, sem
raun gaf vitni að hlýða þeim, enda brást
það hvergi í ferðinni. Þessum lögmálum
fylgdu nokkur heilræði, auðkennd. En
hversu tókst að halda þau, er önnur saga,
svo sem venja er um þau fræði. Jafnframt
þessu var okkur tilkynnt, að sendihen-a
Dana, frá Bodil Begtrup, hefði boðið hópn-
um til sín kl. 11 næsta morgunn. Mátti
telja, að þar væri ferðin hafin.
A tilsettum tíma mættist hópurinn við
hús sendiherrans, og dvaldi þar um stund
við hinar hlýjustu viðtökur og risnu. Hafði
frúin greitt götu ferðarinnar um Danmörk
á margan hátt, og sýnt öllum undirbúningi
hina mestu vinsemd og greiðvikni. Var þar
skipzt á alúðarorðum, og kvaddi frúin
okkur með árnaðaróskum.
Kl. 3 var mætzt við tollbúðina. Af-
greiðsla þar gekk með ágætum, enda mun
yfirleitt hafa verið gert ráð fyrir, að fátt
mundi saknæmt í farangri okkar. Komust
allir á skipsfjöl í tæka tíð.
KI. 5 leysti Gullfoss landfestar og seig
hægt og hátíðlega út úr höfninni. Þyngdi í
lofti með kvöldinu og nutum við því ekki
landsýnar sem skyldi. Ymsir okkar höfðu
aldrei áður stigið á skipsfjöl, svo umhverfi
allt var nýr heimur. En Gullfoss skreið
drjúgum, svo að Island fjarlægðist óðum.
Sjávargolan var svöl og var því leitað und-
ir þiljur, og þar ekki í kot vísað. Með
kvöldinu sléttlygndi og mátti heita, að
veðrið héldist svo til Danmerkur, nema dá-
litla stund á Norðursjónum. Þess varð því
ekki vart, svo teljandi væri, að ferðafélag-
arnir legðust á hugi við Sæbjörgu, enda
vonir til hugðnæmari ævintýra.
Skipshöfnin sýndi ferðafélögunum sér-
staka alúð og vinsemd. Skipstjóri bauð
PREYR
fimmtíu ára
155