Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 170
Litlabeltisbrúin.
vel fóðurs í harðindum. Þetta. mun hafa
valdið því, að lyngbreiðurnar hljóta að
hafa verið mun óhrjálegri en þeir litlu blett-
ir, sem við sáum ræktaða. Nú sást þar
hvergi blásinn hæðarkollur, hvergi ógróinn
blettur. Allsstaðar hefur mannshöndin
komið gróðuröflunum til hjálpar. I sam-
starfi þeirra hafa hinar józku heiðar
breytzt úr auðnum og ótræðum í bylgjandi
tún og akra, sískorið af skógarbeltum til
skjóls og yndisauka. Sé augum rennt yfir
skjólbeltin, virðist oft, að Jótinn hafi vest-
anvindinn einan að etja við.
Sviphýrar byggingar, stílfastar og hrein-
ar, setja sinn svip á þessar sveitir. Smá
þorp, sem annað slagið er ekið gegnum,
setja skemmtilega fjölbreytni í myndina.
Og við og við sjást aldin stórbýli, svip-
mikil og þung, með sína sérstæðu stílfegurð.
Yms þeirra eru nú sennilega aðeins svipur
hjá sjón við það, sem áður var. Trúlega er
þó sá munur enn meiri, ef þess væri kost-
ur að virða hann fyrir sér frá sjónarmiði
þess tímabils, sem þau bar hæst í dönsk-
um þjóðháttum. Mörg þeirra eru þó enn
stór, og mikið umleikis í búnaðarháttum,
sem nú eru beygðir undir tækni og tízku
samtíðar vorrar.
Leið okkar lá suður Jótland vestanvert,
með viðkomu á fjölmörgum býlum, stórum
og smáum. Nutum við hvarvetna hinnar
ágætustu gestrisni. Glaðværð og alúð virt-
ust þar svo ríkjandi í okkar garð, að á betra
verður naumast kosið í því efni, og ofbýð-
ur íslendingum þó ekki allt, þegar gest-
risni er metin. Hin józka glaðværð setti
mjög sinn svip á allar viðtökur, og virtist
ráða þar ríkjurn. Og væri vinátta danskra
bænda í garð Islendinga metin eftir því,
sem við okkur horfði, — og það er ofarlega
í hug þess, er þetta ritar, — þurfum vér
ekki að kvarta. Og víst er, að vér eigum
þar vinum að mæta, í garð íslands og Is-
lendinga.
Sé danskur búnaður metinn eftir því,
sem við þessum íslenzku gestsaugum
horfði, mun flestum verða einna starsýnast
á hinn danska hreinleik í háttum og um-
gengni. Mælt er, að eftir dönskum verk-
fræðingi sé haft: „Sé hver hlutur á sínum
stað, eru engin óhreinindi til.“ Hvort sem
þetta spakmæli er danskt eða ekki, munu
danskir bændur sanna þessa staðhæfingu
flestum betur. Híbýlahættir, — híbýla-
menning, — er þar svo fáguð, að óhrein-
indi sýnast ekki vera þar til. —
Ilið annað, sem vekur eftirtekt íslend-
ingsins, er að sjá aldrei óræktaðan blett,
nema vegarkantana, þegar frá eru teknir
áðurnefndir blettir, sem verndaðir eru sem
minjar. Það setur drjúgum annan svip á
íslenzka búhætti í myndum þeirra, sem
160
fimmtíu ára
PREYR