Freyr - 01.01.1955, Page 181
A Eiðsvelli eru varðveittar minningar frá frelsisbaráttu Norðmanna í upphafi 19. aldar.
býlin þar í dalnum, og naumt skorinn
stakkurinn um nytjar.
f Guðbrandsdalnum dvöldum við tvær
nætur á gistihúsi, sem heitir Nermo. Voru
viðtökur þar eins og annars staðar í Nor-
egi. Hótelstjórinn, sem líka er bóndi, fylgdi
okkur upp á heiði og sýndi okkur norska
háfjalladýrð og sel. En því miður sáum við
ekki selstúlkurnar, enda óvíst, að hinn
norski vinur okkar hefði verið jafnfús á
að sýna sel sín, ef norskar blómarósir hefðu
ráðið þar ríkjum. Er þar vítt til veggja og
þó mjög fjölbyggt, því að selin sem við sá-
um, voru ákaflega mörg.
Á heiðinni sáum við nokkra tugi ungra
manna að heræfingum. Við sáum að vísu
lítið af athöfnum þeirra, en þó nóg til að
sjá dálítið brot af hinni æpandi andstæðu,
sem hermennskan er, við heilbrigða þjóð
lífsönn. Vakti sú sýn hroll í hug. —
Þegar haldið var heim aftur úr heiðar-
förinni, lögðum við lykkju á leið okkar, og
fórum til Litla Hamars og renndum þar
snöggvast augum yfir hið mikla byggða-
safn, sem þar er geymt. En tími var naum-
ur og gátum við ekki séð nema fátt. Þó
sáum við nóg til þess, að fá dálitla hugmynd
um þann ódæmá auð menningarerfða, sem
þar er fólginn innan veggja, að veggjunum
þó ógleymdum. — Stundarkorni vörðum
við til að skoða hina frægu Garmokirkju.
Mun hún í einfaldleik sínum allminnisstæð
þeim, er séð hafa.
Frá Litla Hamri var svo aftur haldið inn
Guðbrandsdalinn, og komið við á bænda-
skóla á Stóra-Hofi, og staldrað þar við um
FREYR
fimmtíu ára
171