Freyr - 01.01.1955, Page 196
I
kom tilbúinn áburður, sem gaf góða raun
og sem alls staðar er mikið notaður.
í rnínu ungdæmi, fyrir um það bil 35—
40 árum, var ég þátttakandi við að plægja,
herfa, sá og rækta nokkra ha af lyngheið-
um, og hefði ég haldið áfrarn ár hvert síð-
an, hefði ég nú verið búinn að rækta
nokkuð stórt landflæmi fyrir mikið stór-
býli. Dráttaraflið þá voru stórir józkir
hestar, en á búskaparárum foreldra minna
og forfeðra, fyrir um 80—100 árum, voru
mest notaðir uxar fyrir plóga, herfi og
vagna. A smærri búum voni meira að
segja oft notaðar mjólkurkýr til dráttar.
Nú hefur traktorinn og vélamenningin
smátt og smátt leyst dýrin af hólmi við
þessi störf.
Mjög víða á milli lyngheiðanna eru stór
mýraflæmi, sem eru grasi vaxin og notuð
aðallega sem sumarhagi.
Einnig er þarna mikið af mómýrum,
sem eru rnikils virði, því að heiðabændur
Jótlands hafa því láni að fagna að hafa
nóg eldsneyti, og eru því ekki alveg á
flæðiskeri staddir, að því leyti.
Mórinn er grafinn upp á vorin og þurrk-
aður; annaðhvort er hann notaður mulinn
eða skorinn í flögur. Mómylsnan er mest
notuð til kyndingar í verksmiðjum og raf-
orkustöðvum, en flögur eru til heimilis-
notkunar.
Þessir heiðabændur hafa séð, að ekkert
er eins arðvænlegt og að rækta landið, því
að sá tími, og þeir peningar, sem fara í að
rækta landið, eru sama sem lagðir í spari-
sjóð fyrir komandi kynslóð. Það skapar
Frá vestur-józku sveitaheimili eins og þau voru um aldamótin síðustu.
186
fimmtíu ára
FREYR