Freyr - 01.01.1955, Side 199
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
Á MIKLUMÝRUM
íslendingur, sem ekki hefur átt þess kost
að sjá Danmörk með eigin augum, mun
oft liafa skapað sér þá hugmynd af henni,
að hún sé yfirleitt þurrlend. Mýrar í lík-
ingu við flóa okkar, þá hina meiri, séu
þar sjaldgæft, — ef ekki óþekkt — fyrir-
brigði. Hafa þær sagnir, sem til okkar
hafa borizt af józku heiðunum, gert sitt
til að skapa þessa mynd. En það mun
samt mála sannast, að Danir hafa um aldir
glímt við sínar mýrar. Kynslóðir liðinna
alda hafa lagt mannvit og dug í baráttu
við að rækta þær um alla Danmörk. Hún
hcfur alltaf að öðrum þræði verið hin
hljóðláta barátta reynslu og rannsókna, —
brautryðjenda af ýmsum gerðum, — allt
frá einyrkjabónda til hálærðra vísinda-
manna, sem langri og athafnasamri ævi
hafa varið til rannsókna, — til leitar á
lausnum þeirra vandamála, sem mýra-
ræktun á við að etja.
Nú er það svo, að meginhluti þeirra
nytjajurta, sem ræktaðar eru um Norður-
lönd, eru þurlendisjurtir. Frumstig barátt-
unnar við ræktun mýranna hefur því snú-
izt um það, að þurrka þær. En það eitt
hefur ekki alltaf dugað. Þar hefur oft
þurft fleira til, og munu Danir geta sagt
þá sögu flestum betur, enda hafa þeir innt
af höndum hin athyglisverðustu afrek í
því efni. — -
Til skamms tíma hafa þeir átt í fórum
sínum tvö flóasvæði, sem álitin hafa verið
lítt eða ekki ræktanleg. Þau hafa og legið
að mestu ósnert mannshendi, allt til vorra
daga. Þessi svæði eru Store Vildmose,
sem á íslenzku hafa hlotið nafnið Miklu-
mýrar. Þær liggja norðan Limafjarðarins
vestan til, 5000 ha að flatarmáli, og Lille-
Vildmose, sem gætu þá heitið á íslenzku
Litlumýrar. Þær liggja sunnan fjarðarins
austur við Kattegat. Reyndar eru þær
heldur stærri, eða um 5500 ha.
Fyrir um 200 árum var byrjað á tals-
verðri framræslu og ræktun á Litlumýrum,
en lítið mun hafa úr því spunnizt, og má
heita að þessi geysiflæmi hafi legið ósnert
mannshendi allt til vorra daga. Báðir þess-
ir flóar voru forblautir og a. m. k. Miklu-
mýrar ótræðar að mestu. Mynduðust sagn-
ir um menn, sem þangað höfðu farið, en
aldrei komið aftur. Urðu þessir menn í
heimum sagna og æfintýra, að útilegu-
mönnum og illþýði, sem þarna eyddi ævi
sinni, öllum til óþurftar. Hinar einu nytjar
þessa mikla flæmis voru lítilsháttar veiðar,
sem þó voru mjög lítils virði, enda hættu-
ferðir. —
FREYR
fimmtíu ára
189