Freyr - 01.01.1955, Page 201
Búfé er á beit í þúsundatali þar sem áður voru ótræður.
það sízt minna hlutfallslega á þeim svæð-
um, sem síðar hafa verið tekin.
Þegar að framræslu lokinni, voru þúfna-
banar látnir tæta landið og jafna það. —
Munu tveir þeirra hafa verið keyptir hér
á landi, eftir að þeir höfðu verið nýttir
hér um árabil. Að þeirri jöfnun lokinni
var kalkleir fluttur á landið, 50—70 m3 á
hvern ha. Mun það hafa svarað til h. u. b.
25 tonna af kalki á ha. Þessu til viðbótar
var svo borið á hvern ha 300 kg af súper-
fosfat og 200 kg. kalí.
Eftir að kalkinu hafði verið vandlega
blandað í jarðveginn, var sáð í hann gras-
fræi 30 kg á ha. Af því var 20% hvít-
smári. Athyglisvert er það, að á þetta var
enginn köfnunarefnisáburður borinn. Þeim
þættinum bjargaði smárinn.
Sá hlutinn, sem fyrst var tekinn, var
fullræktaður 1924, en hið síðasta af því,
sem fyrst var keypt, 1934 og 1935, en þá
var 900 ha. bætt við þar á Miklumýrum,
eins og áður er sagt. Þeir voru fullrækt-
aðir 1940. 1951 var svo búið að græða 865
ha. af Litlumýrum, og hefur þetta land-
nám starfað þar síðan í stórum stíl.
1935 var að frumkvæði Sambands
danskra mjólkurbúa, — og að nokkru á
vegum þess, — sett upp á Miklumýrum,
risavaxin uppeldisstöð fyrir ungneyti. Var
hún rekin á þeirra vegum, sem liður í
baráttu danskra bænda við kúaberkla.
Voru til þeirrar starfsemi lagðir 1500 ha.,
og nauðsynlegar byggingar reistar. Á
seinni árum hefur Dönum orðið svo mikið
ágengt í baráttunni við berklana, að þessi
starfsemi hefur síðar mjög dregizt saman,
og er nú lokið þeim þætti.
Arin 1933 og 1934 voru í tilraunaskyni
byggð þar á Miklumýrum 10 leigubýli, tvö
PKEYR
fimintíu ára