Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 221
Nýbýlahverfið var skipulagt og
stofnað á árunum 1920—30. Býlin
voru reist meðfram veginum þar
sem vatns- og skólpveitur voru
lagðar. Landstærð á hverju nýbýli
er 5—8 ha. Hver blettur er kapp-
ræktaður.
-4- 50° C en svo geymt við -j- 18° C.
Það sem sérstaka athygli vakti, um bú-
skap þessara hjóna, var, að þau voru bæði
borgarbúar, — bæði fædd í Kaupmanna-
höfn. Bóndinn, — Otto Carlsen, — ólst að
nokkru upp í Rönne á Borgundarhólmi.
Þegar liann hafði aldur til réðzt hann að
skipasmíðastöð, og vann þar, unz hann
stofnaði sitt eigið heimili þar á Spanager.
Konan var fædd og upp alin í Kaup-
mannahöfn. Stundaði hún þar algenga
skrifstofuvinnu, þegar hún hafði þroska til.
Hafði hún því aldrei snert á sveitavinnu,
fyrr en hún gerðist húsmóðir þarna. Hún
hafði aldrei reynt að mjólka kú fyrr en
þangað kom.
Spurt var: „Hvernig gengu mjaltimar?“
„O, — ekki vel. Þær voru fjarska erfiðar
fyrst. En það var líka gaman að læra þær.
— Nú eru þær líka leikur,“ bætti hún við.
Það var og annað athyglisvert við bú-
skap þessara hjóna, að bæði höfðu þau
sótt námskeið í handiðnum, sem haldin
höfðu verið í nágrenni þeirra. Hann hafði
stundað þar húsgagnasmíði, en hún bók-
band. Hann hafði smíðað húsgögn þeirra,
— traust og smekkleg. Þar var bókaskáp-
ur allstór og vandaður, með fallega bundn-
um bókum, sem frúin hafði bundið. Virtist
bókavalið bera húsráðendum vitni um
menntun og smekkvísi. —
Allt virtist heimili þeirra hið prýðileg-
asta, og naut þar danskt hreinlæti og
heimilismenning sín ágætlega, og bar
danskri búmenningu hið ágætasta vitni. A
húsráðendum mátti sjá, að þeir höfðu unn-
ið „hörðum höndum ár og eindaga“ að
byggingu þessa snotra og vinalega heimilis.
Það, sem fyrst og fremst virtist ein-
kenna heimili þessara hjóna, var hirðu-
semi og nýtni, — þættir, sem flestir munu
vaxa af. Trúlegt má og telja, að svo glæsi-
legt landnám, sem þar sýndist blasa við
augum, sé þeim einum fært, sem vaka af
kostgæfni yfir þeim tíma og verðmætum,
sem í skaut falla, og spinna úr hvoru
tveggja voðir til vaxandi menningar og
bjargráða. Hitt er víst, að það, sem þar
er af höndum innt, er líklegra til erfiðis en
auðsældar, enda mun það hlutskiptið auð-
keyptast þeim einstaklingum og kynslóð-
um, sem ráðast til fangs við landnám í
einhverri mynd.
Lönd þessara býla átti ríkið, en leigði
þau með vægum kjörum. Mannvirki öll
voru eign bændanna.
FREYR
fimmtíu ára
211