Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 227
urmuni til safnsins, og var það mikið safn
af alls konar munum.
í einu geymsluhúsi var ýmislegt matar-
kyns, og er ég ekki viss um, að sumt af
því þætti nú lostæti, t. d. var þar þurrkað
bjarndýrslæri, sem sagt var að væri 200
ára gamalt. Þetta héldum við að væri orð-
um aukið, og spurðum stúlkuna, sem sýndi
okkur safnið — sem var bæði ung og lag-
leg, en þó með ómálaðar varir — hvort
satt væri. Jú, hún brosti yndislega og end-
urtók aldurinn.
Þar var gömul kirkja. Þegar Olafur helgi
var á ferð í kristniboðserindum fékk hann
bónda einn til að byggja kirkju; var hún
síðan rifin og seldir úr henni viðir. Löngu
síðar var það einn bóndi, sem tók sér fyrir
hendur að safna viðunum saman og end-
urbyggja kirkjuna; eyddi hann til þess 20
árum æfi sinnar og fjármunum sínum.
Fundust viðirnir á hinum ólíklcgustu stöð-
um, svo sem í fjósum og öðrum útihúsum.
Og það var ekki fyrr en 1921, að kirkjan
var fullbyggð eins og hún er nú.
Hér er aðeins stiklað á stóru að lýsa
því, sem við sáum í þessum byggðasöfn-
um. Það þarf mikið lengri tíma, en við
höfðum yfir að ráða, sem ekki var nema
stundarkorn til að kynnast því til hlítar.
Óhemju mikið verk liggur í því að
safna slíkum byggingum saman á einn
stað, og ýmsurn gömlum munum sem til-
heyra þeim. En þessi byggðasöfn verða
þjóðarhelgidómur og geyma sögulegar
minjar frá fyrri öldum, og því dýrmætari,
sem þau verða eldri.
o
íslendingar hafa til skamms tíma verið
mjög hirðulausir um hinar eldri bygging-
ar sínar. Orsök þessa mun mega að nokkru
rekja til þess, að flestar voru þær úr efni,
Svona er veglegt innan veggja í 200 ára gömlum
bæ frá Fjóni. Gólf er gert af lausum múrsteini.
sem illa þoldi tímans tönn. Að nokkru
má og rekja það til þess, að í byltingu
samtíðar vorrar, í hug og háttum þjóð-
arinnar, hefur vanmat á ýmsum menn-
ingarerfðum eldri kynslóða talsvert skotið
upp höfði. Hafa gamlar byggingar goldið
þessa svo greypilega, að hlífðarlaust hefur
verið gengið milli bols og höfuðs á þeim,
þegar þær hafa verið leystar af hólmi.
Með þeim hafa og farið munir þeir, sem
kynslóðir hafa nýtt sér til bjargráða um
aldir. Þar með er tækni þeirra horfin fyrir
fullt og allt, að svo miklu leyti, sem hún
er ekki þegar bólfest á Þjóðminjasafninu.
Því verður ekki neitað, að nokkur merki
sjást þess nú, að ýmsir séu vaknaðir til
FREYE
fimmtíu ára
217