Freyr - 01.01.1955, Síða 230
ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON:
Um byggingar í sveitum frænda vorra
í'rásögn mín um byggingar í sveitum á
Norðurlöndum, er hér fer á eftir, byggist á
því sem fyrir augum bar er ég var í för með
bændum um bessar slóðir sumarið 1953. — Höf.
Danir byggja á annan hátt cn við. Öll
hús — íbúðarhús og peningshús — sem ég
sá hjá þeim, eru byggð úr rauðum eða gul-
um tígulsteini með glerhúðaðri skífu á þök-
unum. Þessi byggingarefni eru framleidd
í landinu sjálfu og eru einkar haldgóð gegn
veðuráttu þar. Eg minnist þess, að á nokkr-
um stöðum voru þökin græn af þykkum
mosaskófum, sem höfðu fengið að festa þar
rætur í langan tíma. Skífan á þökunum
virtist þola þetta, en ekki mundu þökin
okkar hér heima haldazt lengi óskemmd
með slíkri meðferð.
Við komum inn í mörg dönsk sveitabýli.
Alls staðar var svipað byggingarlag en
auðvitað var umgengni misjöfn og efni og
ástæður ólíkar. — Á nokkrum bæjum voru
kolaofnar í stofum, en á öðrum stöðum var
miðstöðvarhiti. Á einu sveitaheimili í Jót-
landi sá ég gaseldavél í eldhúsi. Mig furð-
aði á því hvernig þetta gæti verið úti í
sveit, en skýringin var sú, að gasið var flutt
frá næstu borg í stálkútum, sem síðan eru
220
tengdir við eldavélina. Fyrsta býlið. sem
við skoðuðum í Danmörku, hét Momofte.
Göngum fyrst í peningshúsin. Þau eru
traust en gömul og líklega orðin útelt og
vinnufrek. Á þökunum er ný, falleg dökk-
brún, þykk skífa.
Næst göngum við um stóran og sérlega
vel hirtan trjágarð, en slíkir trjágarðar eru
alls staðar á öllum býlum í Vestur-Jótlandi,
þar, sem vel er búið, enda afar nauðsynlegt
til skjóls fyrir vestanvindunum, sem oft
blása napurt. — Ibúðarhúsið í Momoftc
er stórt, gamalt og vel byggt, en lágt til
lofts. En stóra dagstofan er vistleg.
Daginn eftir litum við inn til Jensen í
Storelund. Þar var mikill myndarbragur á
öllu, bæði úti og inni. Hús hans eru vel
byggð og hirðing með ágætum. —
Nú vil ég biðja þig, lesari góður, að
ganga með mér inn í eitt íbúðarhús hjá
góðum dönskum bónda. Innrétting er tölu-
vert ólík því, er gerist almennt hjá okkur.
Inngangur er í húsið á tveim stöðum, geng-
ið inn í báða gafla.Við göngum fyrst í þann
gaflinn, sem liggur fjær heimreiðinni, upp
þrjár tröppur og inn í rúmgóða forstofu. LJr
er stigi upp á loftið en þar uppi er mikið
íbúðarpláss, því að húsið er portbyggt með
fimmtíu ára
FBEYK