Freyr - 01.01.1955, Page 232
í smábændaskólanum í
Odense er hægt að sameina
[yrirlestrasal og fimleika-
sal þegar á liggur. Myndin
sýnir fyrirlestrasalinn með
heyrendasætum. Harmon-
ikuhurðir eru milli þessa
salar og fimleikahússins, svo
að salurinn tvöfaldast að
lengd þegar þær eru dregn-
ar sundur.
fyrirmyndarbygging og margir, sem þurfa
að byggja skóla, senda menn til að athuga
þessar byggingar og hafa þær síðan til
fyrirmyndar.
Húsin eru öll hlaðin úr tígulsteini í þrem
stórum álmum. Ibúðarhús skólastjórans,
sem er vegleg og stílhrein bygging, er tengd
við aðalálmuna.
Aðalbyggingin er þrjár hæðir, en auk
þess þakhæð með háu risi og kvistum. A
neðstu hæð eru kennslustofur, vinnustof-
ur, bókasafn, dagstofur og hvíldar- og
lestrarsalur meðfram allri lengd álmunn-
ar. — Á næstu tveim hæðum eru herbergi
fyrir nemendur.
Að norðanverðu er þverálma, en í henni
er fyrirlestrarsalur og íþróttahús, sem gera
má að einum sal, þegar þörf krefur. — Að
sunnan er önnur álma, en þar er eldhús,
borðsalur, skólaeldhús og stórar vandaðar
geymslur. Snyrtimennska er mikil, enda eru
byggingarnar nýjar, sérlega vandaðar og
glæsilegar. Þá er snyrtimennskan ekki
minni þegar út er komið, en þar eru stórir
trjágarðar, blómareitir og lystigarðar. —
Og ekki má gleyma búi skólans, en húsin
þar eru reisuleg og hirðing með ágætum.
1 Svíþjóð er nokkuð annað byggingarlag
en í Danmörku. Mest ber á timburbygg-
ingum í sveitunum og sveitaþorpunum.
Mörg eru hús þessi ágætlega byggð með
mesta myndarbrag. En þar, eins og ann-
ars staðar, eru steinbyggingar að færast í
vöxt og þá mest múrsteinshlaðin hús en
einnig steinsteypt, þar sem það hentar
betur. Mann hittum við uppi í Jámtlandi,
sem sagði frá því, að nýlega væri búið að
byggja þar tígulsteinagerð, sem auðveldaði
mönnum að fá stein til bygginga. Timbur
væri dýrt, því að það væri mikil útflutn-
ingsvara og fyrir það fengju Svíar útlend-
an gjaldeyri. Við komum að bæ þeim, sem
heitir Kirkjubær. Hann er austan við
stórvatnið Váttern. Þar er sérlega mikil
náttúrufegurð. Bærinn er byggður á hæð,
stórir og miklir akrar blasa við sjónum, en
hávaxinn skógur í fjarska. Hér eru veglegar
222
fimmtíu ára
FRE YR