Freyr - 01.01.1955, Síða 233
Gangurinn meðfram
kennslustofum smábænda-
skólans er svo rúmgóður, að
hann er notaður sem les-
stofa nemenda. Hann er um
40 m á lengd og 5 m
breiður. Til hægri á mynd-
inni sjást dyr að skólastof-
um. Milii þeirra eru blóm
í krukkum.
byggingar, tvö íbúðarhús, sumarhús og
vetrarhús, bæði tvílyft timburhús með
fallegri steinskífu á þökunum. Vetrarhúsið
er alveg nýbyggt og hafði verið málað
með fernisolíu. Traust og fallegt hvís.
Útihúsin eru flest gömul og traust, en
sum eru ný og ágætlega um allt gengið,
því hér býr myndarfólk.
Sænsku sveitabýlin eru flest máluð með
sterkum litum, oft rauðmáluð og fer sá lit-
ur vel innan um grænan barrskóginn. —
Vafalaust endast þessi timburhús mjög
lengi, því að hér, í uppsveitum Svíþjóðar,
er meginlandsveðrátta. Margir efnaðir
bændur í Svíþjóð hafa mikinn íbúðarkost,
bæði sumar og vetrarhús, eins og við höf-
um lesið um, í sögunum sænsku. — Mig
undraði stórlega hve gömlu húsin eru viða-
mikil og þá sérstaklega fjósin. Loftbitarnir
eru oft fet eða þar yfir á hvern veg.
Auðvitað er þetta mjög svipað í Noregi,
því að byggingarlag í sveitum Noregs og
Svíþjóðar er mjög áþekkt. Sérstaklega er í
minni mínu eitt stórbýli í Noregi. Útihúsin
eru, þau elztu, frá þeim tímum er Móðu-
harðindin geysuðu hér á Islandi. Stórgrýtis-
hleðsla er undir þeim öllum og þar eru þau
viðamestu hús, er ég hefi nokkru sinni aug-
um litið. Þar er fjós yfir 80 gripi en hey og
hálmgeymsla á lofti yfir. Mjög eru þau
orðin úrelt og vinnufrek, en ekki sér á
viðnum frekar en nýr væri. Á þessum bú-
garði er líka stór dagstofa og gestastofa og
þar geta auðveldlega setið í einu 60 manns
undir borðum, án þess að sitja þröngt. Þar
inni eru vegleg gömul húsgögn, en eitt ber
af, afarfagurt og fornt „skathol". I einu
horninu stendur stór klukka en kassinn ut-
anum hana er sérlega mikið listasmíði. 1
þessu horni eru nýtízku húsgögn. — Vegg-
borðin og loftborðin, sem stofan er klædd
með, eru olíumáluð í ljósum lit og breidd
borða tíu til fólf þumlungar. — Þarna sá-
um við gamla trédiska og hornspæni, sem
enn eru í notkun, en nýju matarílátin og
áhöldin, sem fyrir gesti eru borin, eru úr
hreinu silfri.
Þá heimsóttum við Ola Skard. Hans fólk
hefur búið að Skard í meira en þrjú hundr-
F R E Y R
fimmtíu ára
223