Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 246
mannsins að klippa hann, snyrta hann til
og láta hann verða að fallegum og reglu-
legum vegg. Jafnvel smáfuglar komast þar
ekki í gegn. Ég varð að fara höndum
um þennan þyrnivegg til þess að sannfær-
ast um, að hvorki vírnet eða annar stoð-
vefur væri hafður til þess að mynda þetta
reglulega form. En veggurinn var vissu-
lega fallegur í cinfaldleik sínum. Verkið
lofaði meistarann.
Ég tel að vel megi sjá umgengnismenn-
ingu landbúnaðarmanna á umgengni
þeirra og aðbúð við jörðina og búféð, sem
þeir rækta.
Érændur okkar, Danir, cru taldir í röð
beztu bænda í heimi. Þeir eru taldir vita
hvað þeir gera, þegar þeir velja landi sínu
áburð eða fénaði sínum fóður. Þeir búa svo
vel að jörðinni og hjörðinni, að bóndi þar
getur lifað góðu lífi, með fjölskyldu sinni,
og hýst býli sitt með prýði, þótt hann
hafi ckki nerna 7—0 ha lands til umráða.
íslendingur, sem býr við stórt lítt rækt-
að heimaland og þar að auki víðlend heiða-
lönd, hlýtur að dást að umgengnismenn-
ingu danska bóndans við land sitt og búfé.
Þó er siður en svo, að hin józka jörð sé
svo frjósöm að hún leggi auðsótt gull í
hendur ræktunarmannsins. Þvert á móti
er hún mjög mögur, og gerir það íþrótt
bóndans að öllu leyti glæsilegri.
Þó að mér hafi orðið tíðrætt um það
sem við sáum í Danmörku, má segja sömu
eða svipaða sögu um bændur í Svíþjóð og
Noregi. Þeir kunna líka þá list að um-
gangast hina gjöfulu jörð þannig, að báðir
aðilar auðgist. Þau viðskipti eru góð.
Bændur á Norðurlöndum skilja það vel.
að ekki er í þessu efni, frekar en annars-
staðar, mikið tekið en lítið út látið. Slíkt
er aðall hins þroskaða ræktunarmanns.
Ég get þessa hér, ef þurfa þætti, að vitni
kæmi fram, til sönnunar þeim sannleika,
að viðskiptin við móður jörð, eru göfg-
andi mannrækt þegar maðurinn umgengst
jörð sína með réttlæti og menningarbrag.
Ég get ekki stillt mig um að gera ofur-
lítinn samanburð. í síðustu heimsstyrjöld
voru ísland, Danmörk og Noregur hersetin
lönd í fjögur—fimm ár eins og kunnugt er.
Ég minnist þess ekki, að á ferðalagi okkar
um Danmörku og Noreg sæjum við nokkr-
ar minjar hernámsins, nema ef telja mætti
tvö flugvélaskýli sunnarlega í Noregi.
Skýlin voru þó endurmáluð með þjóðleg-
um, norskum litum, sem felldu þau vel inn
í umhverfið.
Hvað má nú segja um okkur Islendinga
í þessu efni?
Hvað um kolryðgaða hermannaskálana,
dreifða um mestalla höfuðborgina okkar?
Þessi hreysi eru líka full af fólki, ungu og
öldnu.
Hvað þyrftum við Islendingar lengi að
sópa og bursta höfuðborg okkar, þegar
von er á útlendum ferðamannahópi, til
þess að hinir erlendu gestir sæju ekki
braggana í bænum?
Herskálaleifar eru svo til meðfram öll-
um veginum frá Reykjavík til Þingvalla,
en það er sú leið, sem oftast er farin þegar
við sýnum erlendum gestum Iandið okk-
ar. Naumast getur verið, að þessi sjón
fari fram hjá glöggu gestsauga.
Mér er raun að þessum minjum her-
námsins og þó meiri nú, síðan ég kom
heim r'ir bændaförinni.
Það var margt, sem augun dvöldu við
víðsvegar á ferðalaginu og það er margt,
sem hugurinn reikar að þegar heim er kom-
ið, þótt frásögnin geti um fátt.
236
fimmtíu ára
PREYK