Freyr - 01.01.1955, Page 252
Gamlir lystigarðar umlykja hina tornu höll,
klaustur og kirkju í Vadstena.
sýndust ljósar yfirlitum. Teygja þær sig
mislangt upp eftir hæðinni. En sjálf er
hæðin klædd þykkum skógi, svo að hvergi
sést rjóður, þegar skoðað er norðan yfir
vatnið. Kemur þetta fyrir augu sem þykk-
ur og þeldökkur feldur, hlýr og haldgóður,
sem breiddur er yfir hæðina. Stappar nærri
að jaðar feldsins sé kögraður. Býlin mörg
og býsna þétt, hvít með rauðum þökum,
fara mjög vel í umhverfinu. Þau virðast
ekki sett reglulega, standa mishátt frá
vatninu. En hinn ræktaði bekkur meðfram
því, er ekki svo breiður að sá munur geti
oltið á mjög miklu.
í Austur-Gautlandi er gömul höll sem
heitir Vadstena. Það er í þorpi á austur-
strönd Váttern. Eru’ byggingarnar að
mestu allfornlegar, og þó mikilúðugar og
traustar. Hér er farfuglahreiður í allfornri
lclausturbyggingu, sem mun ein af hinum
tau slíkra bygginga, sem slapp við bylt-
íngu siðskiptanna, án þess að verða leik-
völlur eyðingarafla þeirra, hermdarverka
og skemmdafýsna. Er húsið mikið og ákaf-
lega traustlegt, og glæsilega umgengið. —
Hér er gisting ákveðin, en um kvöldið
var okkur boðið til kvöldbæna í kapellu
mikilli, í kjallara klaustursins. Sagði for-
stöðukona heimilisins okkur þar ágrip af
sögu þess. Byggingin var hafin litln eftir
að klaustrið hafði verið stofnað, snemma
á 13. öld. Reis húsið svo af grunni á 13.
öld, að í höfuðdráttum er það nú eins og
frá því var gengið í byrjun 14. aldar. Með
siðaskiptunum voru munkarnir reknir það-
an, og helgiljós klaustursins slökkt. En
Á efri myndinni er kirkjan en sú neðri sýnir lang-
borð í kapellu. Ljós brennur þar og friður og ró
er ríkjandi.
fimmtíu ára
FREYR