Freyr - 01.01.1955, Side 253
eftir 1545 voru mjög erfiðir tímar fyrir
sænsku þjóðina. Þá var klaustrið tekið
fyrir nokkurs konar fangelsi. Sonur Gustavs
Vasa varð brjálaður. Ætlaði hann að fyrir-
fara sér, og kastaði sér út um glugga á
höll einni mikilli, sem stendur skammt frá
klaustrinu, og síðar getur.
Salur sá, sem við vorum staddir í var
ævaforn kapella og elzt allra bygginga
klaustursins. Hafði hún verið notuð til
tíðagerða frá upphafi til siðaskipta. Var
kapellan þá gerð að fangelsi, hinn brjál-
aði maður hafður þar í haldi, og sat hann
þar 24 ár. Var því trúað, að sturlun hans
væri hefnd æðri máttarvalda vegna harð-
ýðgi föður hans í garð klerka og kennilýðs
hins eldri siðar, og þó einkum munkanna.
Við brottför hins geðsjúka manns, var
klaustrið tekið fyrir hjúkrunarhæli fyrir
særða hermenn, og síðar fyrir sjúkrahús.
Þegar nýtízku sjúkrahús risu af grunni,
var byggingin gerð að farfuglahreiðri, og
hefur haldist svo síðan.
Þegar hinn vitskerti maður, sem áður
getur, fluttist þaðan, var kapellunni lokað,
og hún lítt eða ekki opnuð um aldir. 3. júní
1939 var hún opnuð á nýjan leik, og var
þá flutt þar guðsþjónusta, og ljós tendruð
á ný. Síðan hafa verið fluttar þar kvöld-
bænir á hverju kvöldi, og var svo gert
þetta kvöld, eins og áður er sagt.
Við klaustrið stendur kirkja mikil, sem
talin er frá byrjun 14. aldar. Ekki var hún
skoðuð, — því miður, — því talið er að
hún sé fögur. En tími vannst ekki til að
skoða allt hið fagra, sem við leiðir okkar
lá, enda svo, að þrátt fyrir ágæta farar-
stjórn, sást þar yfir nærtæka fegurð. —
Klaustrið á Vadstena var stofnsett 1369,
og var heilög Birgitta í hópi stofnenda.
Varð það eitt af höfuð menntasetrum Svía
á vegum klaustranna, og svo áhrifaríkt, að
talið er að mállýska sú, sem þá var töluð
í Austur-Gautlandi, hafi sett sinn svip á
tungu Svía um skeið. Heilög Birgitta var
mikilvirkur rithöfundur, og má vera að
áhrifa hennar hafi gætt mikinn hluta þess
skeiðs, sem klaustrið starfaði. Mun klaustr-
ið á Vadstena hafa gefið Svíum hliðstæð-
ar menningarerfðir og Þingeyraklaustur
okkur Islendingum. Það átti um skeið mik-
ið og gagnmerkt bókasafn. En þeim verð-
mætum mun það hafa verið rúið með siða-
skiptunum.
Á leiðinni norður með Váttern, lögðum
við nokkra lykkju á leið okkar, og þó ekki
mikla. Skammt frá veginum liggja rústir
af klaustri einu, sem hét Alvastra. Það
var stofnsett 1123, og talið fullbyggt
skömmu eftir aldamótin 1200. Kirkja hafði
verið þar mikil og voldug, vígð 1185. Hafði
hún hlotið þar sömu örlög og klaustrið, —
verið lögð í rústir. Undirstöður allar að
þeim byggingum sjást enn mjög greinilega.
Standa þar og enn allháir veggir. Bygging-
ar allar hafa verið geysi víðar. Munu þær
hafa verið um eða jafnvel yfir 4000 m2 að
flatarmáli. Kirkjan ein mun vera um
1200 m2 að flatarmáli. Hún stendur enn
mjög að veggjum, og sést því vel hin ytri
gerð hennar. En úr henni hafa allar súlur
verið teknar, og sést nú aðeins hvar þær
hafa staðið. En súlusætin í kirkjugólfinu
sýna að þar hefur ekki verið um nein
smásmíði að ræða.
Gustav Vasa lét rífa klaustrið, og flytja
grjótið úr því til Vadstena, sem er rúm-
lega 20 km. leið. Lét hann reisa þar úr
því höll eina mikla í kastalastíl, sem stend-
ur skammt frá klaustrinu. Hugðist Vasa
byggja hana handa syni sínum, en sú ætl-
an tókst svo sem áður greinir.
K R E Y R
fimrntíu ára
243