Freyr - 01.01.1955, Qupperneq 255
SÆMUNDUR GUÐJÓNSSON:
Stund úr degi við Stórasjó
Við, íslenzkir ferðalangar, erum staddir
á Jamtalandi.
Nyrzt í Herjadalnum mætti okkur leið-
sögumaður frá bændasamtökum Jamtlend-
inga, Ásling, ritstjóri bændablaðsins í Öst-
ersund, en Östersund er höfuðstaður Jamta-
iands. Hann er ungur maður, mjög við-
feldinn, og ágætur leiðsögumaður. Hann
hafði komið til íslands og les íslenzku, en
talar hana ekki. Hann gerði sér mjög mik-
ið far um að kynna okkur búnaðar- og
lifnaðarhætti þeirra Jamtlendinga, og sýna
okkur það, sem markverðast var á okkar
leið.
Ásling er einbirni. Gerði hann ráð fyrir
að hverfa heim, frá ritstjórninni, þegar hans
væri þörf þangað. Býlið er óðal, og skildist
okkur hann telja það ekki einungis rétt
sinn að erfa það, heldur og skyldu sína að
eiga það og rækta, — þ. e. að óðalsréttin-
um fylgdi og skylda, sem hann mundi
ekki, — og mætti ekki bregðast.1)
Jamtaland, eða Jamtalandslén, er um 50
þús. ferkm. að stærð, og íbúarnir nálægt
150 þúsund, svo að þar verður að teljast
strjálbýlt, en þó helmingi þéttbýlla en á
Islandi. Margt er þar smábænda. Mjög
mörg býli hafa ekki nema 3—4 ha. af rækt-
*) Asling mun nú hafa tekið við föðurleifð sinni.
Ritstj.
uðu landi, en flestum býlunum fylgir eitt-
hvað af skóglendi, og hafa bændurnir all-
mikinn hluta tekna sinna af skógarhöggi.
Á þessum smábýlum eru ekki nema 2—3
kýr, enda túnblettirnir víða litlir. Að sjálf-
sögðu eru líka stærri býli á Jamtalandi og
eflaust til stórbýli, en mér virtist bera
einna mest á smábýlunum þar norður frá.
í Svíþjóð og Noregi er það mjög algengt
á hinum smærri býlum, að konan og börn-
in annist hirðingu gripanna, og yfirleitt
heimilisstörfin mikinn hluta ársins, þegar
karlmenn eru við skógarvinnu. I sumum
húsmæðraskólum er námsmeyjum kennd
skepnuhirðing. Að sjálfsögðu er þá oftast
um smábú að ræða þar, sem svo er hagað
til. En til þess að létta þessari önn af
heimilunum, var efnt til samvinnufjós-
byggingar árið 1942 í þorpi einu í Jamta-
landi, sem heitir Bjárme. Sú tilraun mis-
heppnaðist á margan hátt. Þar var byggt
dýrt fjós, að mestu fyrir lánsfé. Hagar
voru rýrir og mjög skornir við nögl. Bænd-
urnir lögðu til heyið, og skyldi það goldið
við reikningslok eftir því sem afurðir bús-
ins heimiluðu. En þetta tókst ekki betur
en svo, að í stað þess að fá gangverð heys-
ins, sem var 12 aurar á kg, — og auðvitað
var það ætlanin, — fengust ekki nema 2^2
eyrir fyrir kg.
FREYR
fimmtíu ára