Freyr - 01.01.1955, Page 260
Úr gildaskála á Fornbæ i 0stersund. Á veggteppið á gafli eru ofnar myndir og lesmál.
Par stendur m. a. heróp Stiklastaðar: „Fram, fram, Kóngsmenn, Kristsmenn."
yfir Jamtaland úr kirkjudyrunum, og er
sá þáttur myndarinnar einn, ærinn til að-
dáunar. Fjöllin í fjarlægð vekja einkenni-
lega lotningu, setja sinn helgiblæ á það,
sem nær er. 011 er myndin ímynd lotningu
og tilbeiðslu. En undir henni stendur: „Sjá
ég er með yður alla daga“.
Frá Torsta héldum við að húsmæðra-
skóla, sem þar er í nágrenninu og heitir
Rörsta. Þar var að sjálfsögðu rennt hýru
auga á báðar hendur, enda voru 8 menn
ógiftir í förinni, en óvíst hvort hið „hýra
auga“ var við eina bundið. Er skólinn hinn
glæsilegasti, og trúlegt, eftir þessari skyndi-
heimsókn að dæma, að hann muni engu
minni glæsibrag búinn, en hinn skólinn.
Blasti við, að mikil hugsun hafði verið í
250
það lögð, að gera þar alla háttu svo hag-
nýta, sem kostur var á, einkum þó í sam-
bandi við hið hugsaða heimili hinnar verð-
andi húsmóður. En slík skyndiskoðun gef-
ur ekki tækifæri til sæmilegra lýsinga á
svo fjölþættum starfsháttum, sem þa^ voru
fyrir hendi. Gengum við þar um kennslu-
stofur og vinnustöðvar, og fannst mikið
um glæsibrag og hagsýni. Það vakti at-
hygli okkar, að námsmeyjum var þar
kennd hirðing á kúm og svínum, enda mun
algengt, að konur inni slíkt af höndum f
Jamtalandi.
Frá skólanum héldum við að sláturhúsi
einu miklu. Er það í nýtísku stíl. Allt er
þar mjög hreinlegt, og eru allir veggir kjöt-
vinnslustöðvanna klæddir gleruðum plöt-
fimmtíu ára
FRE YR