Freyr - 01.01.1955, Page 262
Frösö-kirkja er veglegt hús, svo vel skreytt hið innra, að íslendingar eiga ekkert til samanburðar —. og cr þó
hér um að ræða sveitakirkju.
leiðsluvörum þeirra, enda rekin á þeirra
vegum. Sýndist okkur rekstur allur með
frábærum glæsibrag. —
Frá ostaiðjuverinu héldum við til bæjar-
hluta sem heitir Fornbyn, að samkomu-
húsi einu miklu, sem heitir Hov. Þar þágum
við hádegisverðarboð mikið af hendi þeirra
fyrirtækja, sem við höfðum verið að heim-
sækja. Sátu ýmsir af forustumönnum þeirra
hófið, ásamt nokkrum öðrum lir fyrir-
mannaliði jamtlenzkra búnaðarfélagsmála.
Flestir voru þessir sænsku fyrirmenn við
aldur, og báru ljós merki anna og erfiðis.
Hús það, sem við sátum veizluna í, er
ekki gamalt, en byggt i fornum stíl. Þegar
komið var inn í fordyri þess, vakti allmikill
skjöldur á veggnum athygli. Er hann spor-
bauglaga, og er letrað á hann skrautrituð
helgun, þar sem heilögum Ólafi (sjálfsagt
Haraldssyni) var helguð byggingin, — efa-
lítið runnin úr kaþólskum sið. — Veizlan
var haldin í sal einum miklum á annari
hæð, og var þar vítt til veggja. Er salurinn
undir risi, og sperrur allar mjög miklar,
enda eru viðir allir traustlegir. Brúnásar
eru allir skornir, og fellt letur inn í skurð-
inn. Mesta athygli vakti veggtjald eitt
mikið, sem hékk á öðrum salargaflinum.
Var það myndskreytt og ofið, — forkunn-
ar vel gert. Aðalmynd þess virtist vera af
langskipaflota, sem að nokkru lá við
bryggjur. Undir myndinni stóð hið forna
heróp frá Stiklastöðum: „Fram, jram,
Kongsmenn, Kristmenn“ o. s. frv. En yfir
henni stóð með mjög stórum stöfum:
„Arnljot gellina“ og virtust smámyndir
252
fimmtíu ára
F R E Y R