Freyr - 01.01.1955, Page 264
JÓN JÓNSSON:
A W A N G E N
Á Jamtalandi í Svíaríki er hin nafn-
kunna hestauppeldis- og tamningastöð á
Wángen, — stofnuð 1903. — Átti þessi
merka kynbótastöð því 50 ára starfsaf-
mæli einmitt á því herrans ári 1953. Laug-
ardaginn þ. 6. júní þeystum við ferðafé-
lagarnir í hlaðið á Wángen, með digran
sjóð af ánægjulegum ferðaminningum.
Veður var gott og líðan okkar hin bezta.
Og nú skyldi skoða stóðhestana, og fá
fræðslu um kynbótastarf Svíanna þar á
Wángen.
Vissulega hlaut að verða góð tilbreytni
í að skoða eina nafnkennda hestauppeldis-
stöð, frá öllum fjósunum, svínahúsunum,
sláturhúsunum o. s. frv., að öllum öðrum
ágætum ólöstuðum. Þar var heldur ekki á
einum útigengnum skudda að níðast. —
36 voru þeir sagðir, valdir um víðáttu
Norður-Svíþjóðar, stríðaldir frá fæðingu og
meðhöndlaðir af vísindalegri kunnáttu, unz
þeir — útvöldu — fjögra vetra, útskrifaðir
frá sýningu og prófi, dreifðust aftur sem
kynbótagripir út um landsbyggðina. — En
á Wángen var sögð aðeins 1 hryssa, að
vísu fönguleg folaldsmóðir. — Þegar þessi
frétt skaut upp kolli, flaug einhverjum gár-
unga í hug skrítlan um kaupakonuna úr
borginni, sem varð að orði er hún vissi að
á heimilinu voru 3 naut en aðeins 1 kýr:
,,Nei, þetta gengur ekki.“
En við erum að koma í hlaðið á Wángen
og það heimili hefur sína sérstöðu.
Viðtökurnar á Wángen voru með ágæt-
um.
P. Ullberg, framkvæmdastjóri, ávarpaði
okkur með stuttri ræðu, bauð okkur alla
velkomna og lýsti ánægju sinni yfir komu
okkar. Kvaðst hann hafa góð kynni af ís-
lendingum, því að hjá sér hefðu dvalið
bæði Gísli Kristjánsson og Gunnar Biarna-
son, og værum við því hinir mestu aufúsu-
gestir. Rakti hann tildrög að stofnun
hestauppeldis- og tamningastöðvarinnar
að Wángen, fyrir réttum 50 árum, skýrði
frá starfsháttum stofnunarinnar, að hverju
stefnt væri í ræktun gamla sænska hests-
ins, og hvaða árangur hefði náðst.
Bauð hann okkur þvínæst að skoða hest-
ana. Kvaðst hann aðeins hafa veturgamla
og þriggja vetra hesta inni, en hinir væru á
haga þar skammt frá. Stikaði Ullberg því
næst til stóðhesta-hallar sinnar, því mikið
húsrúm þurfa fleiri tugir stóðhesta. —
254
fimmtíu ára
FREYR