Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 271
Heliisheiði. En í brekkunni rétt fyrir neð-
aa — í 300 metra liæð — eða sömu hæð
og Hellisheiði — er allt vafið skógi.
Það hlýtur að vera öðruvísi veðrátta
hér í Are en heima í Biskupstungum eða
;i Hellisheiði. Já, við vorum komnir upp í
nær 900 metra hæð, en suma Iangaði til að
fara hærra, og einn þaut upp á næsta hjalla,
en hérna eru margir hjallar eftir til að
komast upp á tindinn. En þó að við færum
nú bara í 900 metra hæð, þá er það nú til
frásagnar fyrir okkur, sem aldrei höfum
áður komið í samgöngutæki eins og þau.
sem hér eru notuð. Og héðan horfðum við
svo yfir landið. Það var víðsýnt. Eg held
nú það. Langt í vestri sáum við mikinn
fjallahring — og þar var snjór. Þetta
voru Noregsfjöllin. I suðri voru ótal hnjúk-
ar og há fjöll og snjór víða í þeim.
Þarna ganga hreindýr í stórum hópum, en
elgsdýrin ganga ekki svona ofarlega, þau
halda sig niðri í skógunum. Við sáum ein
tvö á leiðinni í gegn um Jamtaland. Þarna
uppi var loftið svo hreint og tært eins og
hér hjá okkur, svo að það sást geysilega
langt. Niðri á láglendinu var talsverð móða,
en við sáum samt langt í austur yfir víð-
lendi og skóga á Jamtalandi. Og í dalnum,
beint undir fótum okkar, var litla þorpið
Are. Það er vinalegt. Þarna er víst ákaflega
mikill snjór á veturna. Það hlýtur að vera,
annars hefðu menn ekki treyst á, að þar
væri hægt að hafa skíðakeppni fyrir þátt-
takendur frá öllum löndum, Og við sáum
reyndar, að þarna er snjór og snjóflóð hafa
fallið. Það mátti sjá geilar í skóginn þar
sem flóð hafa hlaupið ofan úr hnjúkum og
tekið með sér tré í skógarröndinni efst og
lagt, þau flöt eða brotið. Og í brekkunni,
sem við fórum yfir í körfunum, lágu tré
hálfflöt. Það leit út eins og þau stæðu lá-
rétt út úr hlíðinni. En þó að þarna komi
„Og dalurinn er svo fagur".
mikill snjór og þó að snjóflóð hlaupi, þá
ná þau aldrei niður á bæinn. Nokkur
hundruð metra breitt skógarbelti varnar
því.
Uppi á öxlinni var verið að byggja hó-
tel. Það var undirbúningur fyrir Olymp-
íuleikana. Allt efnið í bygginguna var
dregið upp á strengjabrautinni. Sementið
var flutt í sörnu tunnunum og við stóðum í
á leiðinni upp. Það hlýtur að þurfa tals-
verðan kraft til að draga þetta allt upp í
svona mikla hæð.
Heldur fannst mér nú glannalegt að
hugsa til skíðamannanna, sem renndu sér
þarna niður. Þetta var alveg snarbrött
brekka og bara höggnar geilar í skóginn
þar sem skíðabrautirnar lágu. En aðal leik-
vangurinn var fyrir ofan skóginn.
Og svo lá leiðin niður aftur. Sumir vildu
flýta sér. Það voru nú aðallega ungu menn-
FBEYE
fimmtíu ára
261