Freyr - 01.01.1955, Page 274
Sandviken heitir þorpið, ekki langt frá landamærum Noregs og Svíþjóðar. Þar er áð þegar komið er frá
Svíþjóð, þjóðveginn frá Östersund til Þrændalaga.
til, Noregsmegin, hét Sandviken. Þar beið
okkar hressing. Bændasamtökin í Þrænda-
lögum höfðu séð fyrir því, og þar biðu okk-
ar menn til móttöku og bílar.
Þarna sáum við fyrst vísinn að gestrisni
og höfðingsskap Norðmanna í okkar garð.
Það vantaði ekki góðgerðirnar þarna, frek-
ar en annars staðar. — Fararstjórinn okk-
ar gleymdi þar hattinum sínum. Gárung-
arnir sögðu að hann gerði það til þess að
geta átt erindi þangað í annað sinn, ef
ekki til annars, þá til þess að sækja hatt-
inn. En sleppum nú öllu gamni, þó að það
reyndar væri alltaf með í förinni, og vert
sé að geta þess.
Það tók talsverðan tíma að skipta þarna
um bíla, flytja allan farangurinn úr sænska
bílnum og yfir í norska, en þegar allt var
tilbúið var lagt af stað. Og nú var farið,
eins og leiðin liggur, niður Verdalinn. Veg-
urinn lá meðfram ánni — og hafði reyndar
legið það alla leið ofan af fjalli, svona að
mestu að minnsta kosti. Ain fór smástækk-
andi af því að lækir og smáár komu í
hana austan úr fjöllunum. Og svo var hún
allt í einu í þröngu gljúfragili. A einum
stað, þar sem þrengst var, var okkur sýnt
hvar virki höfðu verið gerð í gamla daga.
Það var þegar Svíar og Norðmenn áttu í
erjum og börðust. Þar höfðu verið höggvin
vígi inni í klettunum á báðar hendur, en
vegurinn lá niðri í gilinu nú, eins og í þá
daga. Og þarna í þessu gili, er aðeins rúm
fyrir örmjóan veg, sem víða er sprengdur
264
fjmmtíu ára
FREYR