Freyr - 01.01.1955, Page 275
Séð yfir frjósama byggð í Veradalnum. — Skógar skýla ökrum.
inn í bergið. En uppi í berginu, á syllum
og í sprungum, eru tré. Það er alveg furða
hvernig þau geta fest sig. Maður skilur
það eiginlega ekki. Það var fljótt að skipta
um gróður frá fjallinu niður í dalinn. Uppi
sá ég fjallagrasakræður, alveg eins og hjá
okkur, rétt við veginn, svo kom kjarr og
hérna, litlu neðar, var nógur skógur.
Svo fórum við fram hjá sveitabæjum
þegar kom lengra niður í dalinn. Þetta
voru ekki stór býli að sjá, enda var ekkert
undirlendi, eða að minnsta kosti ósköp lít-
ið. En svo breikkaði dalurinn smátt og
smátt. En þarna var skjóllegt. Skógurinn
gefur skjól. Og svo vorum við komnir í
þéttar byggðir. Þar mætti gestrisnin þó
að við gætum ekki þegið hana alls staðar.
A einum stað við veginn stóð maður. Hann
hefur víst vitað af ferð okkar og þarna
ætlaði hann bara að hertaka okkur, skip-
aði okkur að fara úr bílnum og koma inn.
En við höfðum áætlun að fara eftir, því
að annars staðar biðu menn okkar. En
hann hélt nú að við gætum alveg eins tafið
hjá sér. Hann þekkti Islendinga og vildi
heyra ögn um þá. Mig minnir að hann hafi
fiskað við Island. Að minnsta kosti hafði
hann verið með Islendingum á Voss. Hann
bað kærlega að heilsa Guðjóni í Gufudal,
þeir höfðu verið saman í lýðskóla ein-
hverntíma. Ekki man ég nú hvað hann
hét, enda höfðum við ekki tíma til að tefja
hjá honum.
Neðar breikkaði dalurinn enn meir. Á
einum stað áðum við hjá minnismerki, sem
þar hafði verið reist í tilefni af, að það
var víst seint á 19. öldinni, að hér gerði
skyndilega stórflóð vegna leirhlaups er
stíflaði ána, hún flóði yfir allt og í þessu
flóði sópuðust mörg hús burt og þar
FREYR
fimmtíu ára
265