Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 280
stíl. — Er elzti hluti hennar frá 12. öld, —
og er kirkjan hið merkasta liús. —
Um aldirnar, sem síðan eru gengnar, hafa
ski[)zt á meðlæti og mótlæti í sögu Mæris,
eins og oft vill verða um eftirsótt höfuð-
ból. Suma tíma var þar reisn mikil, er um-
boðsmenn konungs sátu þar fjölmennir, og
héldu uppi stórum gestaboðum, gáfu gjafir
og veittu hið norska öl af mikilli rausn.
Vegna þess hvað staðurinn var eftirsótt-
ur, voru það helzt gæðingar konungs eða
aðrir, er unnið höfðu meiri háttar afrek,
sem fengu að setjast þar að, njóta þar
lífsins og gleðjast þar með glöðum. —
Laust fyrir miðja 15. öld var Mæri lögð
undir erkibiskupsstólinn, og enn síðar gerð
að klausturjörð. Um 1730 er Mæri skipt
í tvennt — Efri-Mæri og Neðri-Mæri, þar
sem búnaðarskólinn er nú. — Gekk þá
niðurlægingarskeið yfir Mæri, ýmist leigð
suma tíma, eða seld aðra tíma kaupmöng-
urum á uppboðum.
Arið 1804 fær svo Þrándheimsfylki Mær-
iseignina. — Voru þá 4 húsmennskubýli á
jörðinni, og ræktun og afrakstur lítið brot
af því sem nú er.
Þúsund ára saga Mæris, frá því er goð-
inn Þórhallur hinn gamli sat staðinn, skipt-
ist á milli upphefðar og niðurlægingar,
sviplíkt því, sem þekkist úr sögu íslenzkra
höfuðbóla. —
En Norðmenn vöknuðu. —
Norður-Þrándheimsfylki tók forustuna, og
endurreisti Mæri á stórkostlega myndar-
legan hátt, þeim til mikillar sæmdar. Þeg-
ar valinn var staður fyrir búnaðarskólann,
voru amtinu boðin ýms önnur álitleg höf-
uðból, sem skólasetur. Voru skiptar skoð-
anir manna um þá hluti — eins og geng-
ur — og þurfti 4 ár til þess að leyst yrði.
— En Mæri varð hlutskarpast í þeirri sam-
keppni og er nú mikil og almenn ánægja
yfir, að svo giftusamlega skyldi takast. —
Það hlaut líka að vera, að jafn fagur
staður biði aðeins síns vitjunartíma. —
Starfsemi sína hóf skólinn haustið 1895;
þá við Iítinn lnisakost. — Var því þröngt
setið fyrstu vetur skólans, svo að jafnvel
3 piltar urðu að sofa saman í rúmi, meðan
verið var að koma upp nauðsynlegum
byggingum. — Árið 1928 brann skólahúsið
og var þá byggt upp að nýju. — Nú er
skólinn búinn rúmgóðum og myndarlegum
húsakynnum, þar sem fyrir öllu er séð á
þann veg, sem reynslan hefur sýnt að
hentaði bezt.
Námstími pilta er ekki sá sami fyrir alla,
heldur gert ráð fyrir frjálsu vali um þrjár
leiðir: — Eins og hálfs árs námstíma,
tveggja vetra námi og eins vetrar námi.
— Aðsókn að skólanum hefur verið góð, og
virðist lögð áherzla á hagnýta verkmenn-
ingu.
Samhliða er svo rekið stórt bú á jörðinni
við mikinn húsakost og alhliða ræktun.
Auk þessa er þar umfangsmikil tilrauna-
starfsemi í jarðvegsrannsóknum, og marg-
breytilegum ræktunaraðferðum, við mis-
munandi skilyrði. — Er vegur Mæris —
út á við, — hvað mestur á því sviði. Eink-
um er víðfrægur árangur af tilraunum í
sambandi við framræslu og ræktun hinnar
svonefndu Mæris-mýrar. En mýri þessi er
eitt af meiri háttar náttúru-undrum í sköp-
unarsögu Noregs. —
Mýrin liggur á gömlum hafsbotni, 20—
60 m. yfir sjó, þar sem svo að segja næsta
nágrenni hennar er víðast, nema á einum
stað, 180 m. yfir sjávarmál. Jarðvegslagið
er mjög þunnt, ca. 20 cm., en undir því er
svo hinn forni hafsbotn, þéttur, blágrár
og límkenndur sjávarleir, scm mjög erfitt
270
fimmtíu ára
FREYH